Fara í efni

8 algengar mýtur um flösu – og hver vegna hún myndast?

Það er ekki þurrkur í hársverði sem orsakar flösu eins og oft er haldið fram.
8 algengar mýtur um flösu – og hver vegna hún myndast?

Það er ekki þurrkur í hársverði sem orsakar flösu eins og oft er haldið fram.

En hvað orsakar flösu?

Húðfrumur í hársverði (eins og þessar sem eru á restinni af líkamanum) eru sífellt að endurnýja sig og þá losnar um þessar dauðu og þær detta af.

Ef þessar húðfrumur í hársverði byrja að endurnýja sig mjög ört, örar en þær detta af, þá myndast þessar hvítu flögur í hársverðinum. Þessi ofvöxtur fruma getur orsakað það að flögurnar mynda skán í hársverði sem við köllum flösu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar mýtur um flösu.

 

1. Flasa myndast þegar hársvörður er þurr

Í raun þá er það feitur hársvörður sem er ferkar líklegri til að orsaka flösu. Of mikil framleiðsla af olíu í hársverði verður til þess að flasan verður áberandi.

2. Að nota olíu í hársvörð kemur í veg fyrir flösu

Olíumeðferð með heitri olíu þar sem annað hvort kókósolía eða ólífuolía er borin beint á hársvörðinn, ætti það að laga flösu? Nei, þar sem flasan er nú þegar feit þá gerir það bara illt verra að bera olíu í hársvörðinn, þú lendir í því að flasan verður klístraðri og meira áberandi. Einnig geta þessar olíur orsakað ertingu.

3. Þú átt að klóra allar flögur í burtu áður en þú setur sjampó í hárið

Að nota greiðu til að ná í burtu flösu flögum getur verið afar óþæginlegt og einnig orsakað að það fer að blæða úr hársverðinum.

Fari að blæða þá er hætta á sýkingum.

4. Þú ættir að þvo þér um hárið sjaldnar ef þú ert með flösu

Þú átt frekar að þvo þér um hárið daglega til að hreinsa í burtu flösu flögurnar. Passaðu að nota gott flösu sjampó, þau má kaupa í apótekum og matvöruverslunum.

5. Þú þarft ekki að skrúbba hársvörðinn

Að nota skrúbbkrem í hársvörðinn einu sinni til tvisvar í viku hjálpar til við að losa flögurnar og getur einnig komið í veg fyrir þær. Reyndu að finnan skrúbbkrem sem inniheldur salicylic sýru eða hydrocortisone.

6. Efnin sem þú notar í hárið gera flösuna verri

Það er margt sem getur orsakað flösu, eins og t.d stress og mataræði, en vörur sem þú notar daglega í hárið eru yfirleitt ekki orsakavaldur. Vertu bara viss um að hreinsa þessi efni úr hárinu daglega.

7. Flasa hefur ekki áhrif á vöxt hársins

Rannsóknir hafa sýnt að hársvörður með flösu getur orsakað hárlos hjá sumum einstaklingum. Ef hársvörðurinn er slæmur þá getur þetta haft áhrif á vöxt hársins.

8. Flasa er verri á sumrin

Nei, flasa er yfirleitt verst á veturna. Fólk á það til að borða mat sem er feitur þegar það fer að kólna, mat eins og feitar mjólkurvörur, meira sykraðan mat og sterk- kryddaðan mat. Oft er veturinn líka orsakavaldur á meira stress, jólin og fjölskylduboð geta orsakað stress hjá sumum einstaklingum. Kuldinn getur einnig gert flösuna verri.

Lestu meira um orsakir flösu HÉR.

Heimild: self.com