Fara í efni

Að taka ábyrgð - hugleiðing Guðna í dag

Að taka ábyrgð - hugleiðing Guðna í dag

Að hafna sér fyrir að hafna sér fyrir að hafna sér

Þegar ég hef sannarlega fyrirgefið sjálfum mér og sleppt öðrum undan sök hverfur öll löngun eða þörf til að refsa mér og öðrum. Hugmyndin um hefnd hverfur og líka hugmyndin um sekt.

Í því felst ábyrgð á eigin lífi – að ákveða að ráðstafa allri sinni orku til velsældar en ekki vansældar. Að fyrirgefa sér þýðir að taka fulla ábyrgð á sínu lífi – að taka ábyrgð þýðir hins vegar að maður hefur fyrirgefið sér að fullu, laus við eitur, eftirsjá og iðrun.

Að taka ábyrgð er kærleiksríkur gjörningur. Að taka ábyrgð er að dæma ekki; aðeins að upplifa og sjá hlutina eins og þeir eru.

Að taka ábyrgð er að fyrirgefa sér og elska sig samt – þrátt fyrir allan skortinn sem skortdýrið heldur fram.

Geturðu ímyndað þér orkuna sem losnar úr læðingi þegar þú hættir að reikna út hver ber sök á hverju? Þegar þú hættir að bíða eftir því að aðrir biðjist afsökunar?