Afhverju gerir þú það sem þú gerir - hugleiðing dagsins
1.maí og hugleiðing frá Guðna.
Hver er forsenda þinnar tilvistar? Hvaða hlutverki gegnir þú í dag? Hvaða hlutverki viltu gegna?
Af hverju gerirðu það sem þú gerir? „Hvað ef líf þitt núna er eins gott og það getur nokkurn tímann orðið?“ Hvernig ætlarðu þá að vinna úr hlutunum?
Viltu verða öðruvísi?
Til hamingju! Þú verður öðruvísi. Það er gulltryggt, þú getur treyst því, ekki verður hjá því komist. Sama hvað þú gerir þá geturðu treyst því að þú verður öðruvísi en þú ert í dag.
Spurningin er aðeins hvort þú vilt hafa eitthvað með það að gera hvernig öðruvísi þú verður. Eða viltu láta það gerast af sjálfu sér; einhvern veginn?