Dásamlegur bleikur smoothie - stútfullur af næringar- og andoxunarefnum
Allir þekkja grænu hollu drykkina, ekki rétt?
Fjólubláir eða bleikir smoothies eru mjög svipaðir, nema þeir innihalda dökk ber og fjólublátt grænmeti í stað þessa græna. Þeir eru jafn hollir og pakkaðir af næringar - og andoxunarefnum eins og þessir grænu.
Og einnig af því þeir eru svona fínir á litinn, er oft auðveldara að fá krakkana til að drekka þessa drykki og koma þannig ofan í þau auka skammti af grænmeti.
Uppskrift er fyrir 2-4.
Hráefni:
½ bolli af hindberjum – mega vera frosin ef þú finnur ekki fersk
½ bolli af brómberjum / blackberries
1 stór banani
1 og 1/2 bolli af fersku rauðkáli – saxað niður
½ bolli af rauðrófum – söxuðum niður
½ bolli af baby spínat
½ bolli af hreinu grísku jógúrti – fitulausu
¼ bolli af appelsínu og mango safa eða þeim safa sem þér þykir bestur. Passa bara að hann sé sykurlaus. Eða sleppa safa og nota kókósvatn.
1 bolli af vatni.
Leiðbeiningar:
Setjið allt hráefnið í blandarann. Byrja á að setja vökvann eins og alltaf.
Látið blandast á góðum hraða þar til allt er mjúkt.
Kælið drykk í ísskáp þar til þú er tilbúin til þess að drekka hann. Ef þú ætlar að drekka hann strax er snilld að nota frosin ber eða ísmola svo drykkurinn sé kaldur og hressandi.
Drykkur á að berast fram kaldur.
Njótið vel!
Ps: þú mátt breyta magni af djúsi/vatni/vökva sem þú notar í drykkinn.