Fyllt avókadó með hollu túnfisksalati
Alveg rosalega hollt túnfisksalat með miðjarðarhafsívafi. Pakkað af próteini og vítamínum.
Uppskrift er fyrir 2.
Hráefni:
1 stórt avókadó
1 dós af túnfiski – hella vökva af
1 ½ msk af pesto – ég notaði grænt
2 msk af sólþurrkuðum tómötum í mauki og ekki löðrandi í olíu
2 msk af ólífum – saxa þær niður (ég notaði svartar)
Salt og pipar eftir smekk
2 tsk af furuhnetum í dufti (til skreytingar) – mér finnst best að ristaþær fyrst á pönnu í 1-2 mínútur og saxa svo niður.
Ferskt niðurskorið basil (til skreytingar)
Leiðbeiningar:
Skerið avókadó í helminga og fjarlægið fræið.
Skafið innan úr þeim helming þar sem fræið var svo myndist frekar stór og djúp hola. Þetta ættu að vera um 3 msk af avókadó. Gerðu það sama við hinn helminginn.
Settu þessar 6 msk af avókadó í skál og bættu túnfiski og pestó saman við. Stappið þessu vel saman.
Hrærið nú saman við sólþurrkuðu tómötunum og ólífum þar til allt er vel blandað saman.
Kryddið til með salti og pipar.
Skiptið blöndunni á milli avókadó helminga, troðið því ofan í avókadóin og hlaðið ofan á. (þetta verður frekar hátt).
Dreifið svo furuhnetudufti og basil yfir allt saman.
Njótið vel!