Fara í efni

Gerðu þetta og lifðu til hundrað ára!

Vissir þú að þegar þú situr of mikið þá miklu algengara að þú upplifir:
Gerðu þetta og lifðu til hundrað ára!

Vissir þú að þegar þú situr of mikið þá miklu algengara að þú upplifir:

  • Hraðari öldrun

  • Vöðvarýrnun

  • Veikari bein

  • Bakvandamál

  • Hormónavandamál

  • Minnkað blóðflæði niður í fætur

  • Ofþyngd

  • Hærri líkur á sykursýki (112%), hjartasjúkdómum (147%), krabbamein (29%) og dauða fyrir aldur fram (50%)1

Þetta eru svakalegar tölur!

Góðu fréttirnar eru að með því að hreyfa líkamann reglulega þá minnkar þú líkurnar á dauða fyrir aldur fram um 42%- 48% ef þú ert kona2 og ennþá betri fréttir eru að það er aldrei of seint að byrja, ávinningurinn kemur strax fram.

Í dag er talað um að of mikil kyrrseta sé í raun eins slæm og reykingar! Ef þú vinnur við tölvu allan daginn, mundu að standa upp! Bara það að standa upp í 5-10 mínútur á klst breytir öllu.

  • Dansaðu í 1 mínútu eftir klukkutímasetu
  • Stattu upp og labbaðu á kaffistofuna og teygðu úr þér
  • Fjárfestu í skrifborði sem hægt er að hækka upp og standa við
  • Gerðu nokkrar æfingar við skrifborðið eins og hnébeygjur, afturstig eða "labba á staðnum"

Ef þú situr mikið á daginn er ennþá mikilvægara fyrir þig að hreyfa líkamann reglulega, og það góða er að þú þarft ekki að tileinka mörgum klst á viku í hreyfingu til þess að sjá ávinning og minnka líkur á öllu ofangreindu. Aðeins 2-4 klst á viku af meðal eða hárri álags hreyfingu er í raun töfra talan til þess að halda líkamanum sprækum.

Stuttar ákafar æfingar (HiiT) hvetja líkamann til þess að framleiða meira af vaxtarhormónum sem hjálpar til að brenna svokallaðri “innri fitu” (þessi hættulega sem umlykur líffærin þín) ásamt því styður það einnig við langlífi, minnkar lýkur á sykursýki, lækkar blóðþrýsting, hjálpar við stjórnun blóðsykurs og hægir á öldrun.

Þær hjálpar líka við að halda húðinni unglegri og stinnari, en ein rannsókn þar sem fólk á aldrinum 20-86 ára sem höfðu lítið sem ekkert hreyft sig voru fengin til þess að æfa í 30 mínútur 2 sinnum í viku, eftir aðeins 3 mánuði voru eldri þátttakendur með svipaða húð og þeir yngri sem voru 20-40 ára3

En hvað veldur þessu?

Þegar þú æfir þá losa vöðvarnir þínir svokölluð myokín próteini út í blóðið og því meira sem húðin þín fær af þessum próteinum því yngri helst hún.

Það er því ekkert smá mikið af ávinningum sem þú færð fyrir að æfa og styrkja líkamann og ég vona að þetta hafi hvatt þig til þess að forgangsraða hreyfingu inn í daginn þinn!

Ef þú:

  • hefur átt erfitt með að koma hreyfingu inní rútínuna þína vegna orkuleysis
  • hefur upplifað mikið tímaleysi og kemur ekki fyrir 1-2 klst á dag til að hreyfa þig
  • hefur það ekki í þér að setja börnin í meiri pössun eftir vinnu
  • hefur viljann til þess að komast í betra form en ekki löngun til þess að fara í ræktina

Eða langar kannski bara að prófa eitthvað nýtt þá er ég með gleði fréttir fyrir þig.

En það er að byrja ókeypis námskeið í desember þar sem við erum að taka stuttar og ákafar 16 mínútna HiiT æfingar sem gefa þér skjótan árangur, helling af orku, vellíðan. Þú stjórnar þér alveg sjálf og færð utanumhaldið og stuðninginn til þess að taka heilsuna á næsta stig. 

Smelltu hér að sjáðu hvað er innifalið í ókeypis þjálfun

Heilsukveðja,

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi 

 

„Svo þakklát að vera komin upp úr sófanum“

Ég er búin að vera elska þessa þjálfun. Að æfingin taki svona stuttan tíma og maður nái að svitna svona á 15 mínútum er æðislegt, það er engin afsökun til þess að skrópa. Það er mikil hvatning í þjálfun og maður vill ekki dragast afturúr. Eftir þjálfun er ég byrjuð að hreyfa mig aftur eftir allt of langa pásu, ég er miklu sprækari, mér tókst að hemja sykurpúkann, og ég elska að geta stundað æfingarnar hvar og hvenær sem er. 

Takk kærlega fyrir mig, er svo þakklát að vera komin upp úr sófanum. -Lena Dóra

 

Heimildir:
  1. Wilmot, E. G., et al. "Sedentary time in adults and the association with diabetes, cardiovascular disease and death: systematic review and meta-analysis. "Diabetologia 55 (2012): 2895-05;; Warburton, D., et al. "Health benefits of physical activity: the evidence." Canadian Medical Association Journal 174, no. 6 (2006): 801-09.
  2. Samitz, G, et al. "Domains of physical activity and all-cause mortality: systematic review and dose-response meta analysis of cohort studies. "International Journal of Epidemiology 40, no. 5 (2011): 1382-1400.
  3. Crane, J. D., et al "Exercise - stimulated interleukin-15 is controlled by AMPK and regulates skin metabolism and aging" Aging Cell (2015)