Fara í efni

Guðni skrifar um gróu á leiti í hugleiðingu dagsins

Guðni skrifar um gróu á leiti í hugleiðingu dagsins

Gróa á leiti, nágrannavarslan, lögreglan, saksóknarinn, dómarinn, fangavörðurinn og böðullinn.

Innsæið er hlutlaus afstaða – það er vitnisburður vitnis sem fylgist einfaldlega með því sem ber fyrir augu. Vitnið tekur sér ekki aðra stöðu en þá að miðla upplýsingum.

Vitnið dæmir ekki – það bara er í mikilli nánd og miðlar staðreyndum.

Hvað þýðir það þegar ég hvet þig til að lifa í innsæi? Að verða vitni að lífinu án þess að tengja og fjötra skynjun þína einhverri merkingu, góðri eða slæmri. Þú verður óháð vitni sem hvorki dæmir né dregur í dilka. Hvorki þig né aðra.

Það þýðir að á sama tíma eru nokkur hlutverk sem þú getur ekki tekið að þér; hlutverk sem þú ert mjög vanur að sinna:
Gróa á Leiti, nágrannavarslan, lögreglan, saksóknarinn, dómarinn, fangavörðurinn og böðullinn.

Þegar þú ert kærleiksríkt vitni þá geturðu ekki sinnt þessum hlutverkum.