Fara í efni

Hryggskekkja

Hryggskekkja er þegar finna má óeðlilega sveigju á hrygg einstaklings frá einni hlið til annarrar. Hryggurinn getur þá verið í laginu eins og C eða jafnvel S. Algengt er að hryggskekkja komi fram snemma hjá einstaklingum en hjá börnum og unglingum er hún oft einkennalaus. Engu að síður er algengt að hún myndist þegar börn vaxa hratt. Hryggskekkja er algengari hjá stelpum en strákum.
Hryggskekkja

Hryggskekkja er þegar finna má óeðlilega sveigju á hrygg einstaklings frá einni hlið til annarrar. Hryggurinn getur þá verið í laginu eins og C eða jafnvel S. Algengt er að hryggskekkja komi fram snemma hjá einstaklingum en hjá börnum og unglingum er hún oft einkennalaus. Engu að síður er algengt að hún myndist þegar börn vaxa hratt. Hryggskekkja er algengari hjá stelpum en strákum.

Mikilvægt er að leita til fagaðila þegar kemur að hryggskekkju. Fólk með væga hryggskekkju gæti aðeins þurft að vera í eftirliti hjá fagaðila með það hvort ferillinn versni en stundum þarf að grípa inn í snemma. Uppgötvun snemma á hryggskekkju er lykillinn að leiðréttingu og á áframhaldandi forvarnarstarfi. Mjög slæm hryggskekkja getur leitt af sér skurðaðgerð. Hryggskekkja getur verið meðfædd, áunnin eða jafnvel stafað af óþekktum orsökum. Áunnin hryggskekkja getur til dæmis myndast við slæma líkamsstöðu, ranga beitingu á líkama við vinnu, við fall eða við slys. Hryggskekkja getur einnig stafað vegna taugavandamála eða hrörnunar.

Einkenni og orsakir hryggskekkju

Einkenni hryggskekkju geta bæði verið sýnileg og ekki. Til dæmis getur hryggskekkja verið sjáanleg þegar axlir eru ójafnar og/eða mitti og mjaðmir. Ef hryggskekkja er mjög slæm er stundum hægt að sjá sýnilega sveigju á bakinu. Einnig getur annað herðablaðið staðið meira út eða verið hærra en hitt herðablaðið og rifbein staðið lengra út á annarri hlið líkamans en hinni. Einkenni sem ekki eru sjáanleg á líkama geta til dæmis verið öndunarörðugleikar, bakverkir, stirðleiki og fleira.

Hryggskekkja getur leitt af sér mikla verki í líkamanum og þá oft í bakinu. Einnig getur myndast stífleiki í baki sem leiðir af sér verki og/eða dofa niður í fótleggi. Hryggskekkja getur einnig skapað þreytu vegna vöðvaspennu sem myndast í bakinu. Alvarleg tilfelli hryggskekkju geta haft slæm áhrif á öndun og hreyfigetu.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað

Ef grunur er um hryggskekkju er mikilvægt að láta athuga hryggjarsúluna sem fyrst til þess að koma í veg fyrir frekari skaða. Þegar kemur að hryggskekkju getur kírópraktísk nálgun aðstoðað. Eftir nákvæmar mælingar kírópraktors á hryggnum ákvarðar hann hvaða meðferðaráætlun sé viðeigandi fyrir hvert og eitt tilfelli.

Í fyrsta tíma á Kírópraktorstöðinni eru teknar röntgenmyndir af hryggjarsúlunni, ef við á, þar sem hægt er að meta meðal annars hvort finna megi hryggskekkju, hvort annar fótur sé styttri en hinn eða snúning megi finna á mjöðmum og/eða spjaldhrygg. Í fyrsta tíma á Kírópraktorstöðinni eru einnig teknar líkamsstöðu myndir sem vega og meta líkamsstöðuna, meðal annars hvort að finna megi sjáanlega hryggskekkju.

Hægt er að panta tíma í fyrstu heimsókn hjá okkur á Kírópraktorstöðinni í síma 588-8085, á netfangið kiro@kiro.is, á Facebook eða á Instagram (@kiropraktorstodin).

A picture containing logo

Description automatically generated