Fara í efni

Hvenær skiljum við eigin ábyrgð - hugleiðing Guðna í dag

Hvenær skiljum við eigin ábyrgð - hugleiðing Guðna í dag

Þú getur ekki farið fyrr en þú ert kominn

Hvenær skiljum við eigin ábyrgð?

Að jafnvel við aðstæður sem líta út fyrir að vera á ábyrgð annarra berum við samt ábyrgð á eigin viðbrögðum og viðhorfum? Og berum líka ábyrgð á því að hafa komið okkur í þessar aðstæður?

Á hvaða tímapunkti skiljum við að við berum alla ábyrgð á eigin upp­ lifun og tilfinningum?

Við getum ekki farið fyrr en við erum komin.

Við getum ekki farið út úr núverandi hegðunarmynstri fyrr en við mætum þangað – fyllilega og algerlega, með fullri vitund. Því að öll fíknin sem við fáumst við snýst um að halda okkur uppteknum þannig að við sjáum ekki mynstrið sem við erum föst í.

Hún snýst um að viðhalda blekkingunni.