Fara í efni

Kryddað og brakandi gott ofnbakað blómkál

Ég verð að viðurkenna að blómkál hefur hingað til ekki verið á óskalista hjá mér yfir gott meðlæti. Venjulegt soðið blómkál er í mínum huga ekki spennandi réttur enda ekki nógu bragðmikið.
Kryddað og brakandi gott ofnbakað blómkál

Ég verð að viðurkenna að blómkál hefur hingað til ekki verið á óskalista hjá mér yfir gott meðlæti.

Venjulegt soðið blómkál er í mínum huga ekki spennandi réttur enda ekki nógu bragðmikið.

 

Er komið á listann

En með þessu ofnbakaða og vel kryddaða blómkáli er þessi réttur klárlega orðinn einn af mínum uppáhalds. Ég bar hann fram með bleikju og hann smellpassaði með fiskinum. Og ég get ímyndað mér að hann passi alveg jafn vel með kjúklingi og öðru kjöti.

Blómkál er auðvitað stútfullt af góðum næringarefnum og vitamínum eins og C-vítamíni, K- og B6 vítamínum.

Hér er uppskrift fyrir þá sem vilja hafa blómkálið sitt aðeins bragðmeira

Það sem þarf

1 blómkálshöfuð

3 hvítlauksrif

1 laukur

1 dós niðurskornir tómatar

1 msk jómfrúarolía

1 tsk cumin (broddkúmen)

½ tsk túrmerik

1 tsk sjávarsalt

½ tsk svartur pipar

má skreyta og bragðbæta með steinseljulaufum og rauðum piparflögum ef vill.

Aðferð

Hitið ofninn að 200 gráðum.

Takið blómkálið og brytjið niður, ekki of smátt

Hitið ólíufolíu á stórri pönnu.

Steikið lauk og hvítlauk í olíunni í um 3 mínútur.

Setjið blómkálið á pönnuna og veltið því upp úr lauknum.

Bætið þá tómötum saman við kálið og kryddið með cumin, túrmeriki, salti og pipar.

Blandið þessu öllu vel saman og þekjið kálið vel.

Setjið pönnuna inn í ofn eða færið allt í eldfast mót.

Bakið í ofni í 45 mínútur og berið strax fram.

Njótið!

Uppskrift fengin af vef kokteill.is