Orkulaus? Hér eru 5 ástæður…
Við vitum öll að bolluát og saltkjöt og baunir geta valdið orkuleysi…
En í dag deili ég með þér 5 algengum ástæðum sem geta ollið orkuleysi og spillt fyrir þér heilsunni án þess að þú vitir af því!
Síðustu daga hef ég talað við margar konur til að komast að því hvað er að hindra þær að árangri, orku og vellíðan og hvernig þær geta komist upp úr þeim hjólförum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun, og get ég varla beðið þar sem við hefjum nú þjálfun eftir aðeins rúma viku!
Eftirfarandi eru jafnframt þær ástæður sem ég sá að voru að hindra margar þeirra frá orku, sátt og vellíðan.
5 algengar ástæður sem gætu verið að valda orkuleysi og spilla fyrir heilsu þinni án þinnar vitundar!
1. Fæðuóþol án þess að vita af því
Vissir þú að allt að 75% manna eru með fæðuóþol- eða viðkvæmni án þess að vita af því?
Þetta sýnir rannsókn frá Dr. Natasha McBride og Dr. Mercola. Einnig hefur Dr. Mark Hyman (höfundur The Ultra Mind Soulution) fundið tengsl á milli líkamskvilla og andlegrar depurðar og óþekkts fæðuóþols.
Það sem ég hef séð eftir að hafa unnið með yfir hunduðum kvenna er að líkaminn okkar breytist og þær fæðutegundir sem þú neyttir þegar þú varst yngri eru ekki endilega þær fæðutegundir sem eru að gera þér gott í dag!
Því það sem svo mörgum okkar yfirsést er að fæðuóþol getur komið fram með tímanum og árunum. (samkv. Doktor Elizabeth W. Bpham)
Á meðan fæðuofnæmi sýnir okkur einkennin strax þegar neytt er ofnæmisfæðu þá geta einkenni fæðuóþols oft verið undirliggjandi og með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum.
Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað:
Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, og þróttleysi.
Mikilvægt er því að vera vör um að líkaminn (og sérstaklega hjá konum á aldrinum 35 ára og upp úr) breytist og gera breytingar samhliða þeim en ekki halda fast í gömlu venjurnar.
Eitthvað sem þú gerir með Nýtt líf og Ný þú þjálfun er að finna þær fæðutegundir sem valda ójafnvægi í líkama þínum, orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvillum o.s.frv. svo þú getir í staðinn öðlast bata með því að eiga við rótina og skapað þér lífsstíl sem þú viðheldur.
2. Ekki nægur svefn
Að fá góðan nætursvefn er lykilatriði í þyngdartapi vegna þess að svefn spilar hlutverk hjá tveimur mjög mikilvægum hormónum sem stjórna svengd og matarlöngunum, en afleiðing lítils svefns gerir það að verkum að matarlöngun eykst og við upplifum minni seddu.
Ekki batnar það heldur þegar við reynum að sækja okkur snögga og ódýra „orku” þegar við erum þreytt.
Lausnin er því að sofa meira til að brenna meira því líkami þinn brennur meira þegar hann sefur vel. Svo settu þér markmið að ná góðum nætursvefni á hverju kvöldi og leggjast upp í rúm á milli 22:00-23:00 á kvöldin.
Í Nýtt líf og Ný þú notumst við við 3ja vikna matarhreinsun og leggjum uppá að vera komin í háttinn fyrir kl 23 á kvöldin þar sem nýrun hreinsa sig milli kl 23:00-01:00.
3. Óhreinn ristill
Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi en með því að vanrækja hann getur þú valdið því að hann verði geymslustaður fyrir eiturefni. Þegar ristillinn er hreinn og eðilegur ert þú heilsuhraust og orkumikil.
Þegar ristillinn er óhreinn og ekki að starfa eðlilega leysir hann út eiturefni í blóðrásina. Þetta hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orku þína.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Uppþembu, orkuleysi, slappleika, depurð, vanlíðan og fleira.
Að hreinsa ristillin þarf ekki að vera kvöl heldur er hægt að gera með blíðlegum hætti og með mat. Í Nýtt líf og Ný þú þjálfun tökum við áhrifaríka 3ja vikna matarhreinsun sem leggur upp úr hreinsun eiturefna og hormónajafnvægis með girnilegum mat sem þú og þínir borða.
Árangur kvenna með Nýtt líf og Ný þú þjálfun er minni verkir og bætt orka. Margar sem hafa það markmið að léttast hafa getað lést um allt að 3-10 kílóum á þessum 3 vikum og bætt almennt jafnvægi líkamans. Þú getur farið hér til að bóka 15 mín símatíma og komast að því hvort Nýtt líf og Ný þú þjálfunin henti þér.
4. Undirmeðvitundin ekki um borð
Vissir þú að undirmeðvitund þín er herforingi þegar kemur að þínum gjörðum, tilfinningum og venjum?
Hugur okkar þrífst á gömlum venjum, tilfinningum og gjörðum og leitast hann eftir því að endurtaka þær óháð því hvort við viljum það eða ekki.
Ég vissi það ekki sjálf áður fyrr og furðaði mig alltaf á því af hverju ég var „háð” því að fara í sama farið eftir að ég hafði loksins náð að líða vel, auka orkuna og upplifa sátt.
Til þess að þú getir öðlast varanlegt þyngdartap og aukið orkuna þína þá þarf hugarfar þitt að vera 100% reiðubúið til að taka við þeirri umbreytingu!
Það er gert með því að hreinsa hugarfarið og kveðja þannig gamlar gjörðir og venjur svo þú getir fyllilega tekið við Nýju lífi og Nýrri þér á varanlegan hátt.
Ef við breytum ekki hugsunarhætti okkar þá höldumst við alltaf í sama farinu.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Munstur sem hefur haldið þér í sama farinu síðastliðin ár, þegar árangur næst hættir þú eða þegar álag verður gefstu alltaf upp á þínum markmiðum og rútína fer í rugl. Hegðanir eins og að borða nammi í felum eða vera í afneitum með þyngdaraukningu síðastliðin ár.
En hvernig getur þú byrjað að taka við lífsstíl þar sem þú þrífst af orku, sátt og jafnvægi ef hugur þinn er stilltur á að endurtaka alltaf gömlu venjurnar?
Aðeins með því að taka þetta fyrsta skref og kveðja það gamla getur þú tekið við áreynslulausu þyngdartapi, meiri orku og sátt í þínum líkama…fyrir fullt og allt!
Er þetta einmitt fyrsta skrefið sem við tökum saman í Nýtt líf og Ný þú þjálfuninni sem hefst 25.febrúar.
5. Hormónaójafnvægi
Eigum við eitthvað að ræða hormónaójafnvægi?
Það er ekkert grín að standa í Fjarðarkaup og fá hormónakast, verða eldrauð í framan og byrja að svitna eins og þú sért að koma úr 90 mín spinning tíma.
Að frátöldu hormónaójafnvægi fyrir/eftir breytingaraldur sem hægir verulega á þyngdartapi hefur 1 af hverjum 10 konum á barneignaraldri fjölbelgja-eggjastokksheilkenni (hvað er það? = sjúkdómur þar sem eggjastokkar framleiða óhóflega mikið af karlhormónum).
Ásamt því að valda vandamálum þegar kemur að egglosi og ófrjósemi, þá getur þessi sjúkdómur haldist í hendur við insúlínmótstöðu, sem á einföldu máli þýðir að það sé galli í því hvernig líkaminn vinnur úr blóðsykri, sem er oft tengdur við fitusöfnun, þá sérstaklega í kringum mittið. Það sem meira er; ef ástandið er ekki meðhöndlað á náttúrúlegan hátt getur það leitt til sykursýki 2.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Óreglulegar blæðingar, óhóflega mikið af hárvexti í andliti og líkama, bólur(graftarbólur, unglingabólur), þunnt hár, erfiðleika við að verða ófrísk, ásamt óútskýrðri þyngdaraukningu (ekki upplifa allir vandamál með þyngdina).
Sum þekkt mataræðisprógrömm leggja t.d áherslu á mjólkurafurðir sem leiða margar konur í raun í burtu frá árangrinum. Sýna rannsóknir að þær ýta undir hormónaójafnvægi og geta verið skaðleg fyrir fyrir ónæmiskerfi og mögulega aukið líkur á krabbameini. (samkvæmt, cancer.org og Harvard news)
Mataræði, hreyfing og lífsstílsþættir spila verulega inn í að geta öðlast hormónajafnvægi og frið í líkama og sál. Við setjum gruninn að þínum lífsstíl í Nýtt líf og Ný þú þjálfun og förum yfir allt frá hugarfarsbreytinu, áhrifaríka matarhreinsun sem styður við hormón, skilning á mataræði, áætlun í hreyfingu sem styður við hormón, skýrleika í ofurfæðum og bætiefnum og svo mörgu mörgu fleiru.
Ég hef upplifað alla þessa 5 hluti hér að ofan
Það sem ég hef séð virka fyrir mig og þær konur sem hafa verið hjá mér í heilsumarkþjálfun er að huga ekki eingöngu að hreyfingunni og mataræðinu heldur með því að koma á jafnvægi á allar hliðar lífs míns.
Þá er ég að tala um að koma á og finna þína leið að heilsusamlegum lífsstíl.
Tengdir þú við eitthvað af þessum ástæðum hér að ofan?
Í Nýtt líf og Ný þú þjálfun losnar þú undan öllum þessum heilsuspillandi ástæðum og skapar þér lífsstíl og öðlast vitneskju um hvað virkar fyrir þinn sérstæða líkama og upplifir sátt og vellíðan á hverjum degi!
Skráning í Nýtt líf og Ný þú hefur verið árlega síðastliðin ár og ef við endurtökum þjálfunina verður það í fyrsta lagi ekki fyrr en 2016. Ég er ekki viss um hvort heilsa þín geti beðið svo lengi þannig mig langar að hvetja þig til að vera viss um að grípa þitt tækifæri að nýju lífi og líkama og gera 2015 að þínu ári!
Tryggðu þér stað með mér ásamt flottum konum og hjónum
Trúföst þínum árangri og nýju lífi
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s Óviss með hvort Nýtt líf og Ný þú sé 100% rétt fyrir þig?
Ef svo er, er 15 mín viðtalstími með mér það sem þú þarft, en þar förum við yfir hvort þjálfunin henti þér. (Ath: tímanir eru takmarkaðir og mjög snöggir að fara.)