Súper góðar bláberja - pekan pönnukökur
Þessar eru afar bragðgóðar og það gefur skemmtilega breytingu að hafa pekan hnetur í deiginu.
Uppskrift er fyrir 8 pönnukökur.
Hráefni:
1 bolli af hveiti – ath má nota engöngu heilhveiti
½ bolli af heilhveiti – ath má nota glútenlaust hveiti
½ bolli af þurrkuðum bláberjum
½ bolli af pekan hnetum – rista í smá stund á pönnu og saxa svo fínt niður
3 msk af púðursykri – eða öðru sætuefni t.d hrá hunangi
2 tsk af matarsóda
1 tsk af kanil
½ tsk af salti
2 egg
2 stórar eggja hvítur
1 ½ bolli af möndlumjólk
2 msk af ólífuolíu
Leiðbeiningar:
Hrærið saman hveiti, heilhveiti, bláber, pekan hnetur, púðursykur, matarsóda, kanil og salt í stóra skál.
Þeytið egg, eggjahvítur, mjólkina og olíu í meðalstórri skál.
Gerið holu í þurrefnin og hellið blautblöndunni saman við og hrærið stöðugt þar til allt er vel blandað saman og kekkjalaust.
Fyrir hverja pönnuköku skal nota um ¼ bolla af deigi á pönnuna.
Berið svo fram strax og allar pönnukökur eru tilbúnar.
Njótið vel!