Fara í efni

Þegar við nærum ekki samböndin þá verða þau sambandslaus - hugleiðing dagsins

Þegar við nærum ekki samböndin þá verða þau sambandslaus - hugleiðing dagsins

Fjarvera er skortur á nánd

Það er nánd sem er afleiðingin af fyrstu fimm skrefunum – nánd við eigin tilvist, nánd við eigin kosti og tregðu, nánd við núið.
Þú tengist ólíku fólki mismunandi tilfinningaböndum. Sum þessara sambanda einkennast af fjarveru og skorti.

Það sem skilgreinir gott tilfinningasamband er hvort þú finnur fyrir nánd í samskiptunum eða ekki. Hjarta þitt veit alveg hvað ég á við.

Fjarlægðin kemur af sjálfu sér. Um leið og við hættum að vinna í nánd við makann erum við ósjálfrátt að vinna í fjarlægðinni, að vinna í aðskilnaði, að vinna okkur í áttina að nýjum sársauka.

Þegar þú ert ekki að vinna að nánd þá ertu að vinna að aðskilnaði. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Rækt er ekki sjálfgefin. Í sambúð þarf að leggja sitt af mörkum til að sambandið verði kærleiksríkt og náið. Þetta getur falist í litlum athöfnum og venjum, en umfram allt snýst málið um athygli – að sýna maka sínum virkilegan áhuga, láta hann finna hvers virði hann er og styrkja sambandið.

Þegar þú gerir þetta ekki og lætur sambandið afskiptalaust – þegar þú veitir ekki athygli og snertir ekki hjarta makans með einhverjum hætti þá er það sambærilegt við að vökva ekki blóm og næra. Það fölnar, dofnar og deyr.
Þegar við nærum sambönd okkar þá vaxa þau – þegar við nærum ekki samböndin þá verða þau sambandslaus.