Fara í efni

Þinn innri vindur - hugleiðing frá Guðna lífsráðgjafa

Þinn innri vindur - hugleiðing frá Guðna lífsráðgjafa

Við hlaupum frá lasti og reynum að fá lof.

Skömmina forðumst við og eltumst við frægð, frama og viðurkenningu. Frelsið felst í að viðurkenna þá staðreynd að við erum sífellt að ráðstafa orkunni til að staðfesta eigin tilvist og viðhorf – frelsið felst í að viðurkenna þessa staðreynd og taka sig þar með úr stöðu fórnarlambsins. 

Vítahringur egósins og skortdýrsins hljómar svona:  Lof eða last, ágóði eða tap, ánægja eða sárauki, frægð eða skömm.
Ekkert af þessu veitir endanlega hamingju. Spurningin er aðeins hvort þú ert tilviljun eða slys – skapandi slys eða skapandi í vitund; skapari með skýran tilgang sem viljar heiminn og lífið til sín.

Þú sleppur aldrei undan orkunni sem í þér býr – þegar þú velur að velja ekki velurðu slysið sem kemur; þú dregur til þín fólk eða aðstæður eftir því hvernig þinn innri vindur blæs, eftir orkunni sem í þér býr og á hvaða tíðni hún er. 
Ertu slys eða ertu í viljandi tilviljun?