Fara í efni

Veldur þú eigin tilvist - hugleiðing Guðna á laugardegi

Veldur þú eigin tilvist  - hugleiðing Guðna á laugardegi

Við vitum hvað manneskjan er fær um – dýpsta kær­ leika og verstu grimmd.

Ég veit hvað ég er fær um. Þess vegna vil ég vera í eigin mætti, þess vegna vil ég geta valið mín eigin viðbrögð.

Orðið ábyrgð er mikið til umfjöllunar í þessum skrifum, ekki síst hversu mikið við leggjum á okkur til að bera ekki ábyrgð í eigin lífi.

En mér þykir alltaf vænt um það hversu gegnsætt orðið er á enskri tungu.

„Responsibility.“
„Response-ability.“
„Response“ þýðir viðbragð.
„Ability“ þýðir geta eða hæfileiki.

Þeir sem taka ábyrgð – í merkingu enskrar tungu – eru að lýsa því yfir að þeir hafi getu til að valda eigin tilvist.
Að þeir hafi getu til að velja viðbragð.