Fara í efni

Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari í viðtali

Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari
Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari

Fullt nafn: Gunnlaugur Júlíusson

Aldur: 60 ára

Starf: Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Maki: Sigrún Sveinsdóttir Lyfjafræðingur

Börn: Sveinn Friðrik, Jóhann Reynir og María Rún

Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“?: Girðingavinna

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum ?: Lýsi, skyr og grænmeti

Hvaða töfralausn trúir þú á?: Ég trúi ekki á töfralausnir

Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án?: Matar og drykkjar

Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Plokkfiskur með rúgbrauði

Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ?: Ég borða ekki sykur

Hvað æfir þú oft í viku ?: Að jafnaði sex sinnum en það fer upp í 15 sinnum

Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?: Fæ mér kaldan bjór

Hvað er erfið æfing í þínum huga ?: Að hlaupa upp að Esju, ganga upp að Steini og hlaupa svo heim aftur (í Rauðagerðið)

Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?: Einbeita sér að því að ná að upplifa ánægjuna þegar verkefninu er lokið

Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ?: Ég er aldrei andvaka

Hvernig líta „kósífötin“ þín út ?: Gallabuxur og íþróttabolur

Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ?: Döðlur og hnetur