Heilsueflandi vinnustaður – námskeið 14.–15. janúar 2016
Dagana 14.–15. janúar 2016 verður haldið námskeið á Grand hóteli í Reykjavík fyrir mannauðsstjóra, sérfræðinga, stjórnendur og leiðtoga á íslenskum vinnustöðum.
Námskeiðið ber yfirskriftina: Heilsueflandi vinnustaður er skemmtilegur – hámarksárangur með réttum aðferðum.
Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu og færni þeirra sem vilja innleiða árangursríka og skemmtilega heilsueflingu á vinnustað sínum.
Á námskeiðinu verður farið yfir skipulagningu, innleiðingu og eftirfylgni heilsueflingar sem byggir á faglegum og sannreyndum aðferðum.
Þátttakendur munu öðlast skilning á hugmyndafræði árangursríkrar heilsueflingar og vægi þeirra þátta sem henni eru lagðir til grundvallar.
Námskeiðið er samstarfsverkefni á vegum Embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og Nexis.
Innifalið í námskeiðinu er fræðsla og fyrirlestrar í tvo daga, hollur morgunverður, hádegisverður og góð millimálsnæring, verkefnavísar og gögn auk ráðlegginga um mataræði.
Kynning verður haldin á heilsueflandi leik- og grunnskóla og hláturjóga ásamt fleiru.
Fyrirlesarar:
- Jóhann Friðrik Friðirksson, heilbrigðis-og lýðheilsufræðingur hjá Nexis
- Ásta Snorradóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu
- Jenný Ingudóttir, lýðheilsufræðingur hjá Embætti landlæknis
- Sigríður Lára Guðmundsdóttir, faraldsfræðingur og lektor við Háskóla Íslands
- Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur hjá Embætti landlæknis
- Sunneva Jörundsdóttir, lýðheilsufræðingur og hláturjógaleiðbeinandi
- Þorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti, sem býður upp á vinnustaða-vítamín.
Skráning: www.nexis.is. Verð: 49.000 kr.
Lesa nánar: Auglýsing um námskeiðið (PDF)
Allar nánari nánari upplýsingar veitir
Jóhann Friðrik Friðriksson
nexis@nexis.is. Sími: 858-5708.
Jenný Ingudóttir
verkefnisstjóri
Af vef landlaeknir.is