Fara í efni

Kæfisvefn – eða ertu að eldast?

Kæfisvefn – eða ertu að eldast?

Amma mín sem er á níræðisaldri segir stundum að það að verða gamall sé algjört víti. Öldrunin er ekki aðeins pirrandi, heldur sé hún uppsöfnuð hnignun sem hefur veruleg áhrif á líf, heilsu og lífsgæði.

Hvernig væri ef við gætum losnað við eitthvað af þeim vandamálum sem öldrunin felur í sér? Enn betra, ef við gætum snúið þróuninni við að einhverju leyti? Svo merkilega vill til að það er hægt að líta á kæfisvefn sem óvæntan bandamann í baráttunni við fjölmarga kvilla sem hingað til hafa verið tengdir öldrun en mætti losna við með árangursríkri meðferð, segir svefnsérfræðingurinn, Brandon R. Peters á vef Huffington Post. Lifðu núna stytti og endursagði grein Peters.

Svefn breytist með aldri

Það er ljóst að svefntíminn breytist með hækkandi aldri. Árið 2015 breytti National Sleep Foundation í Bandaríkjunum afstöðu sinni til svefntíma fullorðinna. Áður var fólki ráðlagt að sofa 7 til 9 tíma á sólarhring en nú er eldra fólk hvatt til að reyna að sofa í 7 til 8 tíma. Styttri svefntími er talinn mikilvægur þáttur í baráttunni við viðvarandi svefnleysi. Ef þú þarft 7 tíma svefn á efri árum en eyðir samt 8 og jafnvel 9 tímum að jafnaði í rúminu er hætt við því að þú sért oftar vakandi á nóttunni og þurfir lengri tíma til að sofna. Vaknirðu er ekki ósennilegt að þú þurfir lengri tíma til að sofna aftur, sérstaklega árla morguns. Þessi slitrótti svefn veldur svo því að fyrr er farið í háttinn að kvöldi eða það verður erfitt að vakna á sama tíma alla morgna. Það að eyða mjög löngum tíma í rúminu umfram eðlilegan svefntíma getur gert svefnleysið verra.

Svefngæðum hrakar með aldri

Það er líklegra að eldra fólk þjáist af kvillum sem hafa slæm áhrif á svefn þess. Svo sem ýmisskonar verkjum, aukaverkunum af lyfjum eða tíðum þvaglátum.  Fótaóeirð og kæfisvefn eru dæmi um kvilla sem hrjá eldra fólk frekar en yngra. Kæfisvefninn er athyglisverður frá sjónarhóli læknisfræðinnar því hann getur valdið sjúkdómseinkennum sem læknar gætu ranglega talið að tengdust eðlilegri öldrun.

Lítum á nokkur dæmi:

Hrotur

Tíð þvaglát um nótt

Dagsyfja

Blundað eða dottað

Svefnleysi

Slitróttur svefn

Vaknað mjög snemma að morgni

Brjóstsviði að kvöldi

Hjartsláttaróregla

Tönnum gníst

Geðræn vandamál eins og kvíði og þunglyndi.

Gleymska

Auk þessa getur ómeðhöndlaður kæfisvefn valdið  hækkun á blóðþrýstingi, hjartavandamálum og sykursýki. Þá lækkar kæfisvefn sársaukaskyn og flýtir elliglöpum. Hversu marga aldraða þekkir þú með einhvern þessara kvilla? Örugglega marga.

Að snúa á kæfisvefninn . . . LESA MEIRA