Fara í efni

Ljósið - Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda

Vekjum athygli á að Ljósið býður uppá vönduð styrkjandi námskeið fyrir börn 6-13 ára sem eiga / hafa átt aðstandendur með krabbamein.
Ljósið - Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda

Vekjum athygli á að Ljósið býður uppá vönduð styrkjandi námskeið fyrir börn 6-13 ára sem eiga / hafa átt aðstandendur með krabbamein. Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 8. sept kl 16:30.

Aðstandendur velkomin með í fyrsta tíma.

Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans. Mikið unnið með sjálfstyrkingu, traust og tengsl.


Námskeiðið er styrkt af velferðasjóði barna og er því börnunum að kostnaðarlausu, skárning í síma 5613770.
Lengd: 10 vikur, einu sinni í viku, 1 og ½ klst. í senn. 
Frá kl: 16.30 - 18.00

Leiðbeinendur: Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur, Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og Rósa Gunnsteinsdóttir, iðjuþjálfi með menntun í reynslunámsmeðferð.

1.-3. Tími TRAUST
4-6. tími TENGSL
7-9. tími SJÁLFSÞEKKING
Í 10. tíma (síðasta tímanum) koma foreldar og systkini með og er ætlunin að allir hafa gaman saman.

Sjá einnig www.ljosid.is
Námskeið fyrir unglinga og ungmenni hefjast um miðjan október.