Fara í efni

Vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja

Þann 14. nóvember hófst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfa sem haldin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) en auk þess verður 18. nóvember sérstaklega helgaður vitundarvakningu í Evrópu af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC).
Vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja

Þann 14. nóvember hófst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfa sem haldin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) en auk þess verður 18. nóvember sérstaklega helgaður vitundarvakningu í Evrópu af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC).

 

Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna einstaklinga, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og matvælaframleiðendur á mikilvægi þess að nota sýklalyf skynsamlega og einnig minna á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.

Orsakir sýklalyfjaónæmis eru margvíslegar en ein helsta orsökin er ógætileg notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum.

Í dag er gefin út af sóttvarnalækni árleg skýrsla um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi fyrir árið 2015. Skýrslan er gefin út í samvinnu við sýklafræðideild Landspítala, Lyfjastofnun og Matvælastofnun.

Í ljós kemur að sýklalyfjanotkun hjá mönnum er áfram hæst hér á landi miðað við hin Norðurlöndin en er um miðbik ef miðað er við öll Evrópulönd. Hins vegar er sýklalyfjanotkun hjá dýrum hér á landi áfram ein sú minnsta í Evrópu.

Sýklalyfjaónæmi er áfram almennt lægra hér á landi en í nálægum löndum og mikilvægt að viðhalda þeirri stöðu. Til að svo megi verða þurfa margir aðilar hér á landi að taka höndum saman með markvissum aðgerðum m.a. með því að stuðla að bættri sýklalyfjanotkun hjá mönnum, halda sýklalyfjanotkun áfram í lágmarki hjá dýrum og efla eftirlit með bakteríum í ferskum matvörum. Aðeins á þann hátt munum við ná árangri í baráttunni við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

Sóttvarnalæknir