Fara í efni

Förum að njóta þess að borða af okkur kílóin

Mataræðið skiptir svo miklu máli. Við sofum betur ef við höfum neytt fæðu sem fær líkamann til að slaka á. Við vöknum betur .
Förum að njóta þess að borða af okkur kílóin

Góðan daginn

Næstum logn og lítil rigning það er mikið :)
Rólegur morgun.
Vaknaði í morgun með þvílíkar harðsperrur.
Það er líka mikið því þá veit ég að þetta er að virka einhvernvegin :)
Vöðvarnir að þakka fyrir sig.

Frábært gærkvöld að baki.
Námskeiðið á degi fimm af sex skiptum.
Fræðslan hjá henni Erlu Gerði er svo súper.
Ekki neinir öfgar bara hreinlega eins og þetta kemur fyrir.
Það er ekkert bannað :)
En við verðum að velja rétt.
Og borða mat eins og hún segir svo oft.....borða hollan góðan hreinan mat.
Hættum að gleypa pillur og duft.
Borðum og borðum okkur hraust.

Mataræðið skiptir svo miklu máli.
Við sofum betur ef við höfum neytt fæðu sem fær líkamann til að slaka á.
Við vöknum betur .
Líkaminn verður ekki eins þreyttur yfir daginn ef varan er nokkuð hrein sem við borðum.
Borða morgunmat er alveg númer eitt.

Áður en í næstu megrun er haldið kynntu þér þá hvernig hægt er að gera þetta með breyttum lífsstíl.
Borðaðu af þér kílóin.
Og farðu í hreyfingu til að njóta :)
Fáðu harðsperrur og finndu hvernig líkaminn lifnar við.
Það er eitthvað við hreyfinguna sem fær mann til að brosa.
Gleðihormónið fer á fult og maður fyllist orku.
Því meiri orka því meiri afköst og svona hleður þetta upp á sig.

Já ég hysja ekki gallann upp á fimmtudögum.
Heldur tek mér skærin í hönd og geri aðra fína.
Það er gaman að vera með fjölbreytt líf .
"kokkur" á miðvikudegi og "klippikona" á fimmtudegi.
Og íþróttaálfur alla hina dagana :)

Njótið dagsins!

Hérna er allt um námskeiðið góða í Heilsuborg.
http://www.heilsuborg.is/likamsraekt/kenndu_mer_ad_borda_rett_/