Fara í efni

Áttu í vandræðum með svefn?

Líkamsrækt hefur áhrif á marga þætti eins og komið hefur fram í pistlunum hjá okkur að undanförnu. Nætursvefninn er rosalega mikilvægur fyrir okkar daglega amstur og það hafa flest allir kynnst því að sofa illa og ná litlum afköstum daginn eftir, hvort sem það er í vinnu, skóla eða í líkamsræktinni. Það vill svo skemmtilega til að svefninn hefur jákvæð og góð áhrif á líkamsræktina og líkamsræktin hefur jákvæð áhrif á svefninn.
Áttu í vandræðum með svefn?

Líkamsrækt hefur áhrif á marga þætti eins og komið hefur fram í pistlunum hjá okkur að undanförnu.

Nætursvefninn er rosalega mikilvægur fyrir okkar daglega amstur og það hafa flest allir kynnst því að sofa illa og ná litlum afköstum daginn eftir, hvort sem það er í vinnu, skóla eða í líkamsræktinni.

Það vill svo skemmtilega til að svefninn hefur jákvæð og  góð áhrif á líkamsræktina og líkamsræktin hefur jákvæð áhrif á svefninn.
 
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem stunda reglulega líkamsrækt ná betri og lengri djúpsvefn (REM) en þeir sem hreyfa sig ekkert. En það er það stig þar sem við náum að hvílast hvað best. Þeir aktívu eiga einnig auðveldara með að sofna.
Svefninum er skipt í tvö stig og einkennast stigin af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum á kvöldin, þá förum við í grunnan NREM svefn (Non Rapid Eye movement) og skiptist þetta stig í fjögur undirstig. Við eyðum um 75-80% af svefninum okkar á grynnra stiginu. Dýpra stigið er síðan REM (rapid eye movement) en í því stigi náum við að slaka vel á vöðvum, öndunin verður hraðari og dýpri og augnhreyfingar verða hraðar. 

 

Hér eru þrjár ástæður afhverju svefninn verður betri við reglubundna þjálfun:

1. Efnaskipti líkamans aukast og líkaminn verður þreyttur. Við það berast boð um að þú þurfir að sofa.
2. Hitastig líkamans hækkar og er hærra yfir daginn. Þegar nær dregur kvöldi, þá lækkar hitastigið enn meira en áður og orsakar dýpri og betri svefn.
3. Hitastig líkamans verður stöðugra og jafnara og yfir daginn, jafnvel þó þú æfir ekki endilega þann daginn.
 
Þolæfingar, eins og að hjóla, skokka og hlaupa, eru tilvaldar æfingar til þess að auka líkur á góðum nætursvefni. Þessar æfingar stuðla að auknu súrefnisflæði í blóðið og verður til þess að vöðvaþreytan myndast og þú færð þessi boð um að þú þurfir að sofa, eins og minnst var á hér að ofan.
Ef þú átt við svefnvandamál að stríða, þá mæli ég með því að þú farir að æfa strax í dag og hver veit nema þú losnir við þessi vandamál. 
Þegar ég tala um að æfa, þá er ég ekki endilega að meina að þú eigir að skella þér í hlýrabolinn og rífa í allt stál sem verður á vegi þínum, þó það væri auðvitað öflugt. Göngutúr gæti verið nóg til að byrja með ef þú hefur ekki hreyft þig lengi. Nauðsynlegt er að auka alltaf erfiðleikastig hreyfingar þegar þol og styrkur eykst. Komdu skrokknum alltaf á óvart með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum og hver veit nema svefnvenjur þínar breytist til hins betra.
 
 
Þjálfarinn: Vilhjálmur Steinarsson

 

Menntun:

Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík

Námskeið:

  • Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
  • Ólympískar lyftingar-Lee Taft
  • Stafræn þjálfun-Mike Boyle
  • Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
  • Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
  • Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
  • Elixia TRX group training instructor.
  • Running Biomechanics – Greg Lehman
  • Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman

Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.

Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.

Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)

Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.

Grein af vef FAGLEGLEGFJARTHJALFUN.COM