Hey, hann lét sjá sig í morgun, Sara Barðdal og skemmtilegar pælingar frá henni
Sara Barðdal ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi talar um mikilvægi þess að elska sig eins og maður er í dag.
HEY Hann lét sjá sig í morgun‼️ Verður dagurinn betri fyrir vikið? Dagurinn verður nákvæmlega eins og ég ákveð að hann er!
Kom smá bros í nokkrar sekúndur þegar ég sá hann? Já ég ætla ekki að ljúga að þér! En það var farið um leið og augnablikið var liðið og verkefni dagsins tóku við.
Ég hélt einu sinni að sléttari magi mundi gera mig hamingjusama.. ,,ef maginn á mér væri nú sléttur og flottur, þá gæti ég nú verið glöð, sjálfsörugg og ánægð með sjálfa mig” En sú blekking… Því það tekur bara eitthvað annað við, ,,oh af hverju eru handleggirnir ekki skornari” ,,af hverju lærin ekki minni?” o.s.frv.. Við verðum að hætta að tengja útlitið eða utanaðkomandi aðstæður við hamingjuna okkar og öryggi. Ef við gerum það ekki, þá finnum við aldrei hamingjuna, því við munum alltaf finna eitthvað til að svekkja okkur yfir.
Hvað ef við værum bara 100% ánægð með lífið og upplifðum öryggi og gleði með okkur sjálfar strax í dag?? Hvernig væri lífið þá? Yndislegt ekki satt?
Ég hvet þig til þess að byrja á þessu ferðalagi í dag. Það þýðir ekki endilega að þú hættir að reyna gera betur, vilja vera sterkari, grennri, heilbrigðari eða hvert sem markmiðið þitt er.
Leyfðu þér að upplifa öryggið og hamingjuna á leiðinni, strax í dag, á meðan þú ert að vinna að betri útgáfu af sjálfri þér, en ekki á endapunktinum, því það er enginn endapunktur nema líkkistan.
Ætlar þú að bíða svona lengi?