Sefur þú í bestu eða verstu svefnstellingunni?
Góður svefn er síður en svo sjálfsagður og því fær maður betur að kynnast þegar maður eldist.
En bæði of lítill og of mikill svefn er slæmur fyrir heilsuna.
Svefnstellingar okkar skipta líka miklu meira máli en margir gera sér grein fyrir. Sú stelling sem við sofum í getur meðal annars haft áhrif á hrotur, brjóstsviða og hrukkumyndun.
Hér eru kostir og gallar algengustu svefnstellinganna
Að sofa á bakinu
Margir læknar eru sammála um að best sé að sofa á bakinu.
Þessi stelling er góð bæði fyrir hrygginn og hálsinn þar sem bakið er beint og ekki þvingað í einhverja stellingu sem ekki hentar hryggnum. Þess utan þá hjálpar það dýnunni að styðja við hrygginn þegar bakið liggur beint á henni.
Ef þetta ætti að vera alveg fullkomið þá myndu allir sofa á bakinu og með engan kodda. En sú stelling leyfir hálsinum að hvíla eðlilega. Að nota of marga kodda getur gert öndunina erfiðari.
Þá er þessi svefnstelling einnig best fyrir húðina í andlitinu þar sem það fer vel með hana að snúa andlitinu upp í loftið en ekki klesst niður í koddann. Þetta er því besta stellingin fyrir þá sem vilja ekki fá óþarfa hrukkur.
Gallarnir við það að sofa á bakinu eru hins vegar þeir að hrotur og kæfisvefn eru miklu algengari hjá þeim sem sofa í þessari stellingu. Auk þess sofa margir ekki vel á bakinu og þrátt fyrir að þetta sé besta svefnstellingin þykir sýnt að þeir sem eyða mestum tíma á bakinu fái ekki jafn góðan svefn og hinir.
Að sofa á hliðinni
Flestir sem spurðir eru segjast sofa á hliðinni, hvort sem þeir liggja beinir á hliðinni eða í fósturstellingunni.
Að sofa á vinstri hliðinni getur dregið úr brjóstsviða og bakflæði fyrir þá sem eiga við það að stríða. En gallinn við að sofa á vinstri hliðinni er þó sá að þrýstingur eykst á maga og lungu og er því gott að skipta reglulega um hlið.
Þá getur hliðarstellingin valdið náladofa í höndum. Margir skríða upp í rúm og setja handlegginn undir höfuðið en það dregur úr blóðflæði og setur þrýsting á taugar. Þessi stelling setur líka auka álag á vöðva í hálsi og herðum.
Að sofa á maganum
Kostirnir við að sofa á maganum eru . . . LESA MEIRA