Fara í efni

Vilt þú vera í þessu hjónabandi eða ekki? – Átta góð ráð

Skilnaðir eru algengir hjá fólki á miðjum aldri.
Vilt þú vera í þessu hjónabandi eða ekki? – Átta góð ráð

Skilnaðir eru algengir hjá fólki á miðjum aldri. Þegar börnin fara að týnast að heiman og húsið verður tómt vill oft myndast tómarúm í lífi fólks.

Allur tími hefur farið í fjölskylduna á meðan hjónabandið hefur setið á hakanum og þið tvö aðeins týnt hvort öðru þar sem þið hafið verið svo upptekin við uppeldi og vinnu. Sem er alveg eðlilegt á þessum árum.

Hjónabandið má ekki týnast

Öll áhersla undanfarinna ára hefur verið lögð á fjölskylduna og þann pakka sem því fylgir. Þið hafið látið börnin og fjölskyldulífið ganga fyrir í staðinn fyrir ykkur tvö. Sem er líka alveg eðlilegt.

En hjónabandið má samt ekki týnast – það er að segja ef ykkur er ekki sama um það.

Svo hvað gerist þegar þið eruð aftur orðin tvö?

Er það erfitt og kannski skrýtið?

Finnst ykkur þið hafa fjarlægst?

Hvernig haldið þið hjónabandinu lifandi?

Og viljið þið yfir höfuð halda hjónabandinu lifandi?

Hér eru nokkur ráð sem vert er að taka til athugunar

1. Viljið þið vera saman?

Það fyrsta sem þið þurfið að gera er að ákveða að þið viljið virkilega vera saman. Þetta hljómar kannski einkennilega en það er mikilvægt að þið séuð sammála um að þið viljið vera hjón/par.

2. Svigrúm

Gefið hvort öðru svigrúm. Þið eruð komin á þann aldur að þið vitið nákvæmlega hver þið eruð og hvað þið viljið gera við tíma ykkar.

Ef hann vill horfa á fótboltann á laugardögum en hún vill lesa eða fara í búðir með vinkonum þá er það í fínu lagi. Þið þurfið ekki að gera ALLT saman.

3. Hjónabandið eða einstaklingurinn?

Þið þurfið að vera sammála um að hvorugt ykkar getur verið stærra en hjónabandið. Líf ykkar saman þarf að vera stærra í þessu en einstaklingurinn. Hvorugt ykkar getur verið mikilvægara en líf ykkar saman.

Ef annað hvort ykkar telur sig og sínar þarfir mikilvægari en sambandið þá veit það ekki á gott.

4. Ekki halda bókhald

Ekki gera ráð fyrir að hjónabandið sé ALLTAF samstarfsverkefni til helminga. Stundum getur það verið þannig að annað ykkar tekur 70 prósent eða jafnvel 80 prósent. Það er ekkert óeðlilegt við það að það komi tímabil þar sem öðrum aðilanum finnst hann gera allt í sambandinu – og að hinum sé meira sama.

En munið að þetta gengur oftast í bylgjum og sveiflast á báða vegu. Ef það gerir það hins vegar ekki er það eitthvað sem þið verðið að ræða.

5. Gerið eitthvað saman

Finnið ykkur eitthvað sem þið getið gert saman og þið hafið bæði gaman af. Það þarf ekki að vera flókið, t.d. göngutúrar, sundferðir, bíó, leikhús og tónleikar svo fátt eitt sé nefnt.

Þið getið líka byrjað á einhverju nýju saman eins og golfi, hjólreiðum, gönguferðum á fjöll, dansi, matreiðslunámskeiðum og fleira í þeim dúr. Að læra eitthvað nýtt saman getur fært ykkur aftur nær hvort öðru.

6. Leikið ykkur

Farið út og skemmtið ykkur saman og gerið eitthvað sem ykkur finnst gaman að gera. Nú er komið að því að leika sér aftur.

7. Kynlíf og aftur kynlíf

Stundið kynlíf – en bara ef þið viljið. Sumum pörum er alveg sama um . . . LESIÐ MEIRA