Fara í efni

Glútein og mjólkurlausar súkkulaði smákökur

Þessar gómstætu smákökur eru án allra helstu ofnæmisvaldanna. Eggjalausar, mjólkurlausar, glúteinlausar, hnetu/trjáhnetulausar, sesamlausar og sojalausar.
þetta er ekki Oreo
þetta er ekki Oreo

Það er að koma jól!!! og mögulega verða þetta jólin sem ég næ að bæta á mig frekar enn að léttast því ég er endalaust að ná að gera alveg ógurlega góðar smákökur og annað jólagúmmelaði. 

Innihaldsefni:

  • 300 gr lint smjörlíki (Ljóma)
  • 1 bolli hrásykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli kókósmjöl (frá rapunzel)
  • 3 bollar GF hveiti (dove’s farm í bláu pökkunum)
  • 2 msk kakó ( frá rapunzel)

Aðferð:

Brytja smjörlíkið í litla bita og setja í skál með hrásykri, púðursykri og kókósmjöli. Hræra vel saman (ég nota hrærivél). Bæta útí hveiti og kakó. Hnoða deigið vel í hrærivélinni. Skipta síðan deiginu í þrjá bita. rúlla hverjum og einum upp í lengju (verða nokkrar litlar lengur því GF deig er viðkvæmt). Skera í litla bita og setja á bökunarplötu. Baka í 7-10 mín á 180° blæstri.

Ég frysti afraksturinn síðan, bæði vegna þess að GF bakstur á það til að verða þurr og endast styttra en venjulegur bakstur… já og líka til að ég borði ekki allar kökurnar á einum degi :D

Það er örugglega alveg ólýsanlega gott að búa til mömmukrem og setja á milli… en ég held ég láti það eiga sig fyrir þessi jól!

Súkkulaði smáköku snilld

Súkkulaði smáköku snilld