Fara í efni

Hafragrautur frá snarlið.is

Við kynnum nýjan samstarfsaðila.
Hafragrautur frá snarlið.is

Okkar nýjasti samstarfsaðili er snarlið.is sem er vefur í eigu Krónunnar.

Þar má finna örmyndbönd, sniðugar uppskriftir og fræðslu. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni.

Við fengum til liðs við okkur sjónvarpskokkinn og snarlmeistarann Ebbu Guðnýju sem er þekkt fyrir að kenna þjóðinni að elda afbragðsgóða en umfram allt holla rétti.

Hafragrautur

0,75 dl hafrar

100 ml möndlumólk
(eða önnur mjólk)

100 ml vatn

1/2 epli
(skola eplið og sneiða það svo út í pottinn)

5 stk frosin hindber
(má prófa 1-2 msk bláber eða önnur ber eða ávextir sem þið eigið)

2 msk rjómi

Láta suðuna koma upp en lækka strax aftur og láta malla á lágum hita í um 2 mínútur. Bæta við mjólk, rjóma eða vatni ef þarf og þið viljið hafa þetta allt þynnra.

Bragðbætir og næring:
Kanill
Vanilla
Vanillustevía (3-4 dropar)
Hampfræ
Gojiber
Mórber

Bananigrautur

0,75 dl hafrar

100 ml möndlumólk
(eða önnur mjólk)

100 ml vatn

1/2 epli
(skola eplið og sneiða það svo út í pottinn)

5 stk frosin hindber
(má prófa 1-2 msk bláber eða önnur ber eða ávextir sem þið eigið)

2 msk rjómi

Láta suðuna koma upp en lækka strax aftur og láta malla á lágum hita í um 2 mínútur. Bæta við mjólk, rjóma eða vatni ef þarf og þið viljið hafa þetta allt þynnra.

Bragðbætir og næring:
Kanill
Vanilla
Vanillustevía (3-4 dropar)
Hampfræ
Gojiber
Mórber
Banani

Snarlid.is