Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum - Eldhúsperlur
Þessi fiskur er svona fyrir “fiskihatara“ og auðvitað hina líka.
Dásamlegur fiskur í dulbúningi frá Eldhúsperlum
Þessi fiskur er svona fyrir “fiskihatara“ og auðvitað hina líka.
Þetta er bragðmikill og sérstaklega ljúffengur réttur sem er tilbúinn á mettíma.
Einn af þessum réttum sem ég er svo fegin að hafa upp í erminni og hlakka alltaf til að elda.
Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum:
- 600 grömm nýr fiskur, ég notaði ýsu
- Sólþurrkað tómatamauk, líka hægt að nota rautt pestó
- 1 lítil krukka svartar ólífur
- 1 kúla ferskur mozarella ostur
- 1 askja kirsuberjatómatar
- 1 dl rifinn parmesan ostur
- Ólífuolía og gott krydd t.d Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður og smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið fiskinn í passlega bita, kryddið og leggið í mótið.
Smyrjið um það bil einni teskeið af sólþurrkaða tómatmaukinu ofan á hvern fiskbita.
Skerið tómata og ólífur í tvennt og dreifið yfir. Leggið sneið af mozarella ofan á hvern fiskbita.
Dreifið parmesan osti yfir allt saman og kryddið yfir með heitu pizzakryddi.
Bakið í 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn bakaður. Berið fram t.d með góðu brauði eða hrísgrjónum og salati. Hér var rétturinn borinn fram með linguine að ósk þess fimm ára á heimilinu.
Birt í samstarfi við: