Fjöldi ólöglegra lyfja og lækningatækja gerð upptæk í alþjóðlegri aðgerð
Alþjóðleg aðgerð undir heitinu Pangea IX var í gangi frá 30. maí til 7. júní sl. þar sem skoðaðar voru aðallega vefverslanir þar sem ólögleg og hugsanlega lífshættuleg lyf voru á boðstólum í meira en 100 löndum.
Ísland tók einnig þátt í aðgerðinni og voru Íslenska tollgæslan og Lyfjastofnun í aðalhlutverki en Matvælastofnun var einnig beðið um að vera með þar sem oft innihalda fæðubótarefni sem seld eru í gegnum vefsíður ólögleg efni. Meðan aðgerðin stóð yfir hafði Matvælastofnun aukið eftirlit með sendingum af fæðubótarefnum, sem grunur lék á að gætu innihaldið lyfjavirk efni. Nokkur mál af því tagi komu upp og má nefna sérstaklega efnið Melatónín, sem skilgreint er hérlendis sem lyf og því ólöglegt að flytja það inn sem fæðubótarefni.
Netverslun hefur aukið til muna og er því mikilvægt að halda áfram að fylgjast með innflutningi með fæðubótarefnum, sérstaklega í ljósi þess að mikið er um ólöglega starfsemi víða um heim.
Matvælastofnun vill biðja bæði einstaklinga og einnig fyrirtæki að kynna sér reglur sem gilda um fæðubótarefni áður en vörur eru pantaðar af netinu og/eða fluttar inn til landsins.
Hér má sjá frétt á heimasíðu Tollstórann um aðgerðinni:
Sjá einnig: frétt á heimasíðu Interpol: