Frönsk án samviskubits.
Frönsk súkkulaði kaka þarf ekki að vera óholl :)
Holl Frönsk súkkulaði kaka .
Þessi kaka er ekki hin eina sanna Franska súkkulaði kaka :)
En fyrir okkur sem erum aðeins í hollustunni þá er þessi fullkomin .
En fyrir okkur sem erum aðeins í hollustunni þá er þessi fullkomin .
Frönsk súkkulaði kaka.
100 gr Möndlur
100 gr kókoshveiti
200 gr döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
1 dl. vatn
1 tsk. Vanilludropar
Setja Möndlurnar í matvinnsluvél og vinna nánast í mjöl...en samt ekki alveg
Bæta hinu við og vinna vel.
Mér finnst gott að setja botninn í form með smjörpappír undir...því gott að ná úr forminu.
súkkulaðikrem
1 bolli kaldpressuð kókosolía
1 bolli hreint kakóduft
½ bolli agavesýróp
5 dropar English Stevia dropar
1 Plóma ( taka steininn úr)
1 Banani
2 msk. Grisk Jógúrt
Setjið fljótandi kókosolíu, kakóduft, agavesýróp, Plómuna smátt skorið í matvinnsluvél og vinnið saman.
Stappið saman Banana og Gríska Jógúrt og látið ofan í blönduna...og vinnið allt mjög vel saman .
Botninn vel þjappaður í form og kremið yfir
Kakan sett inn í frysti og fryst í 1-2 klukkutíma...
Gott að skera ferska ávexti með .
Æði með Grískri jógúrt
Ég borða það með svona kökum...
En örugglega sjúkt líka með rjóma eða ís