Geðheilbrigðisþjónustan veikasti hlekkurinn
Rýmum á hjúkrunarheimilum fyrir veikt eldra fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fjölgað svo heitið getur þótt fjölgað hafi í þessum aldurshópi um 7% á sama tíma.
Rýmum á hjúkrunarheimilum fyrir veikt eldra fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fjölgað svo heitið getur þótt fjölgað hafi í þessum aldurshópi um 7% á sama tíma.
Einnig eru hjúkrunarrými nú ekki einskorðuð við eldra fólk, heldur fólk með miklar hjúkrunarþarfir og meiri en hægt er að mæta í heimahúsi, óháð aldri.
Rýmin eru nú um 1450. Um 160 manns eru á biðlista eftir dvöl á hjúkrunarheimili.
Árið 2008 var meðaldvalartími á hjúkrunarheimilum á höfðuborgarsvæðinu um 3 ár, en núna er hann orðinn nálægt tveimur árum enda nýta nú um 48% fleiri þessi sömu rými á ári.
Pálmi V. Jónsson
Margbreytilegar þarfir
Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir segir stöðuna þó ekki þannig, að ef það fjölgi í aldurshópnum um 50% þá þurfi einnig að fjölga rýmum á hjúkrunarheimilum um 50%. Fólk lifi lengur og betur og þarfir elsta hópsins séu margbreytilegar, sem kalli á margbreytilegar lausnir. Íslendingar hafi lengi verið með fleiri hjúkrunarrými fyrir eldra fólk, en nágrannalöndin, vegna þess að önnur úrræði hefur vantað.
Aðrir valkostir skipta máli
Pálmi segir að margir haldi að ef öldruðum fjölgi hlutfallslega . . . LESA MEIRA