Fara í efni

Gerðu þitt eigið sykurlausa páskaegg

Nú styttst óðfluga í páskana með tilheyrandi súkkulaðiáti og páskaeggjum. Ég veit það getur verið ótrúlega freistandi að og fá sér bara eitt Nóa siríus eggið þó svo að við vitum að það styður ekki orku, þyngdartap eða heilsu sérstaklega. En hluti af því að skapa þér lífsstíl er líka að breyta þegar hátíðhöld og páskar eiga sér stað, svo af hverju ekki breyta til hins betra í dag, því það er aldrei betri tími en núna.
Gerðu þitt eigið sykurlausa páskaegg

Nú styttst óðfluga í páskana með tilheyrandi súkkulaðiáti og páskaeggjum.

Ég veit það getur verið ótrúlega freistandi að og fá sér bara eitt Nóa siríus eggið þó svo að við vitum að það styður ekki orku, þyngdartap eða heilsu sérstaklega.

En hluti af því að skapa þér lífsstíl er líka að breyta þegar hátíðhöld og páskar eiga sér stað, svo af hverju ekki breyta til hins betra í dag, því það er aldrei betri tími en núna.

Hvort sem þú ætlar að gera þitt eigið heimagerða egg (sem ég ráðlegg og gef uppskriftir af í dag) eða ef þú ætlar að fá þér minna Nóa egg en vanalega ekki leyfa þessari afsökun að stoppa þig.

Því eins og móðir mín segir, kaupir hún páskaeggið eingöngu fyrir málsháttinn.

…En auðvitað borðar hún eggið líka.

Nú getur þú búið til þitt eigið egg og fengið óvæntan málshátt í leiðinni. Þú gerir það einfaldlega með því að prenta út þá sem ég gef þér að neðan, brjóta þá saman og draga síðan einn og setja í heimagerða eggið þitt. :)

Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir sem enduðu í ruslinu langar mig að deila með þér uppskrift af sykurlausu páskaeggi og málsháttum.

1

Sykurlaust páskaegg

Formin fékk ég í versluninni Pipar og Salt í Reykjavík og eru þau til í ýmsum stærðum og gerðum. Uppskriftin dugar í annað hvort 12 lítil egg, 1 stórt páskaegg eða 2 meðalstór kanínuegg.

-60gr lífrænt ósætt kakó duft

-1 bolli kakósmjör

-2 msk kókosolía

-4 msk stevia/erythritol duft blanda

-2 tsk steviadropar

-1 1/2 tsk vanilludropar

-1/4 tsk salt

1. Setjið öll innihaldsefni í pott við lágan hita nema kakó duftið. Sigtið kakóduftið útí og hrærið saman með sleif. Gætið þess að brenna ekki og hrærið vel til að fá fallega súkkulaði áferð.

2. Taktu þá næst eggjaformin og settu nokkrar skeiðar af súkkulaði í formin. Þú hallar þeim til að fylla alveg útí allar hliðar með súkkulaðinu. Settu þá næst í frysti í nokkrar mínútur og endurtaktu með því að fylla í forminn a.m.k 2-5 sinnum eftir því hvort þú vilt fá gegnheil egg eða ekki.

3. Þegar þetta er þá tilbúið geturðu bætt við málshætti inní og hollustu fæðu af eigin vali eins og goji ber eða kakónibbur eins og myndin sýnir. Þá næst máttu líma eggið saman með því að nota setja súkkulaði í sprautupoka og límir allan hringinn. (Ath: einnig getur þú sett eggin saman með því að skeyta formunum saman áður en þú setur í frystinn.)

* Ef þú vilt hafa eggið meira á bragðið eins og mjólkursúkkulaði geturðu bætt við nokkrum matskeiðum af rísmjólk, möndlumjólk eða kókosmjólk.

Uppskriftin inniheldur sætuefni sem hækka ekki blóðsykur og styðja við heilsu og þyngdartap. Ef þú vilt eggið sætara geturu prófað þig áfram og bætt þá við dropa af steviu eða örlítið af kókospálmasykri eða hunangi.

3

Málshættir í egggið

Hér eru nokkrar hugmyndir og tillögur að málsháttum í eggið þitt. Prentaðu þá út, klipptu í litla miða, brjóttu saman, settu í skál og dragðu eitt fyrir hvert páskaegg.

-Sæt er ávinnings vonin

-Að sýna þakklæti er að tryggja framtíð sína.

-Í myrkrinu eru allir kettir svartir.

-Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.

-Í aura nægð er ei hugar hægð.

-Ást er besta kryddið. :)

-Blátt er betra en ekkert.

-Gæfa fylgir djörfum.

-Heilsan er fátækra manna fasteign.

-Heldur eitt satt orð en hundrað falleg.

-Jöfnum þykir best saman að búa.

-Heilsa er munaði betri.

-Fyrst er vísirinn, svo er berið.

Mundu “Heilsu þarftu að sinna”

Gerðu páskaeggið heima

Deildu á fésbókinni til vina þinna

og ekki skal gleyma

að njóta og sukka minna

Gleðilega páska!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið