Gott kynlíf er meira en bara að gleypa pillu til að ná upp stinningu
Þessar endalausu auglýsingar um stinningarlyf fyrir karlmenn virka eins og það sé það eina sem þarf fyrir gott kynlíf, að taka eina litla pillu.
En fullnægjandi kynlíf þarf meira en líkamsparta sem virka – stinningarlyf geta komið af stað vítahring af viðkvæmum tilfinningum og vandræðum í samböndum/hjónaböndum. Og að ætla að “laga” stinningarvandamálið með einni pillu getur flett ofan af öðrum vandamálum, eins og t.d, kynhvötin er lítil sem engin, karlmaðurinn nær honum ekki upp eða vandamálum hjá maka er tengjast kynlífinu.
Þegar svona er komið fyrir pörum/hjónum þá þarf ráð frá sérfræðingi og mælt er með að leita til kynlífssérfræðings. Hann eða hún ættu að geta hjálpað ykkur.
Hjón/pör þurfa að komast að samkomulagi í sínu sambandi hvort bæði séu tilbúin þegar kemur að notkun stinningarlyfja.
Einnig þurfa hjón/pör bæði að vera tilbúin í að stunda kynlíf eftir að pillan hefur verið tekin inn.
Ræðið einnig saman um hvað það er sem þú/þið viljið í rúminu. Sem dæmi, sumir vilja meiri rómantík þar sem þið talið saman, kyssist og snertið hvort annað áður en kynlífið byrjar.
Ef þið ákveðið að leita til kynlífssérfræðings þá getur hann/hún undirbúið ykkur undir það að búa við að stundum er kynlíf bara allt í lagi í staðinn fyrir að það sé frábært í öll þau skipti sem þið stundið kynlíf.
Þó svo tekin sé pilla við stinningarvandamáli þá getur þetta vandamál ennþá verið til staðar. Því þessi lyf virka ekki án löngunar og líkamlegrar örvunar.
Ef þið viljið læra meira um kynlíf og breytingar sem verða á því með aldrinum þá má lesa Sexuality in Midlife and Beyond, en það er sérstök skýrsla frá Harvard Medical School.
Heimild: health.harvard.edu