GRÆNN MEISTARI - Afar hollur grænmetisborgari með quinoa
Þó þú sért ekki grænmetisæta þá áttu eftir að elska þennan borgara.
Ristaðar pekan hnetur, sveppir, cheddar ostur og rautt quinoa fá þennan borgara til að sprengja á þér bragðlaukana.
Uppskrift er fyrir 8 borgara.
Hráefni:
1 bolli af vatni
½ bolli af rauðu quinoa
1 msk af þinni uppáhalds olíu
1 bolli af lauk – saxa hann niður
2 bollar af sveppum – skera fínt
1 tsk af hvítklauk – kremja hann
¾ tsk af þurrkuðu kryddmæri (marjoram)
¼ tsk af þurrkuðu oregano
1 stórt egg
2/3 bolli af cheddar osti – nota fitu minni ost og rífa hann niður
½ bolli af heilum pekan hnetum – rista þær og saxa niður (sjá neðar)
1/3 bolli a höfrum
1 msk af soja sósu – helst sem inniheldur lítið af sódíum
Leiðbeiningar:
Blandið saman vatni og quinoa í meðal stóran pott. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann svo rétt malli í pottinum og látið eldast í korter.
Takið af hita og látið standa undir loki í 10 mínútur. Ýfið svo upp með gaffli og setjið til hliðar.
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Takið plötu og hyljið með bökunarpappír.
Hitið olíuna á stórri pönnu yfir meðal hita.
Bætið nú lauk á pönnu og látið eldast, hrærið öðru hvoru þar til laukur er mjúkur, tekur um 5 mínútur.
Bætið nú sveppum, hvítlauk, kryddmæri og oregano, látið eldast og hrærið af og til þar til sveppir eru orðnir mjúkir, þetta tekur um 5 mínútur. Látið svo standa í 5 mínútur til að kæla aðeins niður.
Þeytið egg í skál. Bætið í quinoa og sveppablöndunni í skálina ásamt osti, pekan hnetum, höfrum og soja sósunni og hrærið vel saman.
Nú skal byrja að móta borganana, þetta eiga að vera 8 stk. Passið að hafa nóg bil á milli þeirra á plötunni.
Borgararnir haldast vel sama þegar búið er að baka þá.
Látið borgara bakast þar til þeir eru stökkir eða í um 28-30 mínútur.
Berið fram í brauði með þínu uppáhalds áleggi.
Njótið vel!
ATH:
Þessa borgara má vel frysta. Takið úr frysti kvöldið áður en á að borða þá og látið þiðna í ísskap.
Ef þú ætlar að gera stóran skammt til að eiga í frysti þá er best að hafa einn borgara í einu í plasti. Margir saman eiga það til að klessast.
Pekan hneturnar – best er að rista þær í ofni á plötu. Hræra í þeim einu sinni. Hitinn á að vera 250 gráður. Þetta tekur um 8 mínútur.