Hér eru 11 listar af Spotify fyrir flest tilefni og að sjálfsögðu með markhóp Heilsutorgs í huga
Æfingin:
Það er hægt að hlusta á sögur en við erum aldeilis ekki þar. Við viljum stuð, stemmingu og helst að hjartað sé komið á fullt áður
en mætt er út á gólf.
Kynlífið:
Fátt er betra en góð músík á undan, meðan og á eftir kynlífi.
Hér er listi sem tekur öðrum fram í sexýheitum og fullnægingin nær nýum hæðum.
Vinnan:
Á mínum bæ er músik á, allan liðlangan daginn, hvort sem verið er að vinna heima
eða á vinnustaðnum. Við segjum að þessi listi sé meira svona felumúsík, hún á að vera
bakvið og trufla ekki of mikið.
Kúrið:
Hér er á ferðinni rólegheitalisti sem þægilegt er að hafa á lágri stillingu.
Því ekki er ólíklegt að með kúri fylgi svefn og ekki viljum við skemma það.
Matarboðið:
Sannarlega mikilvægur listi, hér verður að passa að drekkja ekki
frábæru spjalli við fjölskyldu og vini með einhvejum látum.
Partíið:
Þegar partý stendur sem hæst, þá er nauðsynlegt að ryðja sófasettinu út í horn og hækka í græjunum. Þennan lísta má líka nota þegar það er verið að taka
til eftir partíið.
Sunnudagsmorguninn:
Fyrir þá sem eru ekki að hlusta á Jón Ólafs á Rás 2, þá getur verið notalegt
að hafa lista sem passar vel við heitan kaffibollann.
Þrifnaðurinn:
Það er ekki nóg að setja bara Kúst&fæjó á endurspil. Við getum gert betur.
Svo hér er indie pakki sem ætti að koma öllum af stað.
Svefninn:
Líklega ættu að vera hvalahljóð hér. Ég veit ekki með ykkur en eftir 30 sekúndur af
hvalahljóðum þá er ég alveg búinn að fá nóg. Hérna gildir að róa sig niður og muna
að slökkva á tónlistinni áður en þú sofnar.
Göngutúrinn:
Rösk ganga er allra meina bót og góð músik kemur hér að góðum notum.
Við setjum hér lista með góðum takti til að þið fáið eitthvað út úr göngutúrnum.
Munið, það má valhoppa.
Jólin:
Við endum hérna á gamaldags jólalagalista, þetta er nú eiginlega svo hátíðlegur listi
að það er ekki fyrr en eftir 20. desember að hann ætti fara í gang.
P.s endilega sendið okkur póst ef þið eruð búin að prufa þessa lista.