Hindberja myntu brúnkur - svo dásamlegar og minna á sumarið
Það er svo gott að eiga nýbakað með kaffinu og já, mjólkurglasi fyrir börnin.
Þessar brúnkur eru svo sannarlega að minna á sumarið með hindberjum og myntu.
Gott að eiga í frystinum.
Uppskrift er fyrir 16 brúnku bita.
Hráefni:
170 gr af dökku súkkulaði, saxað gróflega
½ bolli af ósöltuðu smjöri
¾ bolli af möluðum sykri eða öðru sætuefni
2 stútfullar msk af fínt saxaðri myntu
¼ bolli af púðursykri
2 egg
1 tsk vanilla extract
1/8 tsk af piparmyntu- má sleppa
½ tsk af salti
1 tsk af Cocoa dufti
2/3 bolli af hveiti – þitt er valið hvernig hveiti
1 bolli af dökkum súkkulaði flögum
1 bolli af ferskum eða frosnum hindberjum
leiðbeiningar:
forhitið ofninn í 200 gráður.
Takið eldfast mót eða bökunarform sem er um 20x20 cm og hyljið með smjörpappír.
Taktu meðalstóra skál og hrærðu hveitið, salt, og cocoa duftið saman.
Í aðra skál skaltu setja myntu laufin og sykurinn og nudda laufunum vel uppúr sykrinum. Það á að vera afar góð myntu lykt í eldhúsinu núna.
Settu súkkulaðið og smjörið í stóra glerskál og hitaðu í örbylgjunni í 30 sekúndur. Hrærðu í blöndunni og endurtaktu þar til allt er bráðið saman. Bættu sykurblöndunni saman við. Hrærðu þar til þetta er vel blandað saman. Blandan á að vera við herbergishita.
Bætið 2 eggjum í súkkulaði blönduna og hrærið vel saman. Setjið nú vanilluna og haldið áfram að hræra. Alls ekki samt of hræra deigið, þá er hætta á að brúnkurnar verið seigar.
Nú skalti hella hveiti blöndunni yfir súkkulaði blönduna. Notaðu plast sleikju til að brjóta blönduna saman. Alls ekki hræra hana saman. Brjótið blönduna saman þar til þú sérð bara örlítið af hveitiblöndunni. Og setjið hindberin og súkkulaðiflögurnar saman við. Varlega þó.
Nú fer deig í formið. Bakist í forhituðum ofninum í 40-50 mínútur. Notið tannstöngul til að vera viss um að allt sé bakað í miðjunni.
Kælið brúnkur alveg áður en þú fer að skera. Þegar brúnkur eru kaldar þá má skera í 16 jafnstóra bita.
Njótið vel!
Ps: brúnkurnar geymast vel í lokuðu boxi við herbergishita og í ísskáp í um 1 viku eða í frysti í 3 mánuði.