Holla og góða tómatsúpan sem Oprah Winfrey elskar
Tómatsúpur eru alveg einstaklega góðar og saðsamar. Og auðvitað bestar og hollastar búnar til frá grunni.
Tómatar eru góðir fyrir okkur
Flest vitum hvað tómatar eru hollir en þeir eru meðal annars ríkir af C-vítamíni og andoxunarefnum. En auk þess innihalda þeir lycopene sem talið er virka gegn vexti krabbameinsfrumna. Þá eru tómatar virkilega góðir fyrir þá sem eru að passa upp á línurnar þar sem þeir innihalda afar fáar hiteiningar.
Þessi uppskrift að tómatsúpu er uppáhalds uppskriftin hennar Oprah Winfrey en Oprah hefur einmitt verið að taka mataræði sitt í gegn undanfarin ár. Uppskriftin er úr nýrri bók hennar og hver skammtur af súpunni er ekki nema 165 hitaeiningar.
Og hér eru ekki neinir tómatar úr dós notaðir heldur er súpan unnin frá grunni með ferskum hráefnum. Hrein dásemd alveg!
Það sem þarf
6 stórir og vel þroskaðir tómatir
1 laukur, skorinn smátt
1 stór gulrót, skorin smátt
2 stönglar sellerí, skorið smátt
6 lauf basilíka, niðurrifin
1 msk jómfrúar ólífuolía
3 hvítlauksrif, fínt niðurskorin
3 bollar kjúklingakraftur
¼ bolli tómatpúrra
salt
nýmulinn svartur pipar
Aðferð
Takið alla tómatana og afhýðið þá. Góð aðferð til þess er að hita vatn í potti, skera lítinn kross í tómatana og setja þá síðan út í sjóðandi heitt vatnið í smástund til að losa um hýðið. Færið síðan upp úr pottinum, kælið og/eða setjið í ísbað og takið svo hýðið auðveldlega af.
Skerið tómatana smátt niður.
Hitið næst olíuna í stórum potti við miðlungshita.
Bætið niðurskornu sellerí, lauk, gulrót og basilíku út í pottinn og saltið. Hrærið þetta vel saman og setjið síðan lok á pottinn.
Látið grænmetið sjóða þar til það er orðið mjúkt eða í svona 5 til 7 mínútur. Hrærið í annað slagið.
Setjið hvítlaukinn næst út og sjóðið saman í svona 1 mínútu.
Bætið þá tómatpúrru saman saman og látið aftur sjóða í um 2 mínútur.
Setjið að lokum tómatana út í pottinn ásamt kjúklingakraftinum. Saltið og piprið.
Hrærið allt vel saman og hækkið svo hitann upp í hátt hitastig og látið malla aðeins.
Þá er hitinn lækkaður aftur í miðlungshita og súpan látin sjóða saman í 20 mínútur.
Að því loknu er súpan færð í skál og maukuð, í nokkrum hlutum, með töfrasprota. Ef þú vilt hafa hana mjög grófa má sleppa því að mauka hana alla.
Setjið súpuna síðan í annan pott og hitið vel.
Ausið henni að lokum í skálar og ef vill má skreyta og bragðbæta með parmesan osti og/eða basilíku laufum.
Njótið!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert.