Fara í efni

Sjúklega góð súkkulaði kaka.

Hrákökur eru dásamleg snild. Lítið stúss og ferlega góð.
Súkkulaði hrákaka.
Súkkulaði hrákaka.

Þessi kaka er tær snild.
Ekkert baksturs vesen.

Súkkulaði kaka.

Botn:
80 gr kókohveiti
20 gr Kókosflögur
100 gr möndlur
30 gr ósætt kakó
250 gr döðlur
nokkur korn af súkkulaði salti frá Urtu.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. 
Þjappa í form (gott að hafa smjörpappír undir til að koma yfir á kökudisk) og setja í kæli. 
Mér finnst gott að hafa döðlurnar í bleyti áður betra koma þessu saman í form ef þær hafa blotnað.

Krem:
3 dl kasjúhnetur
1 1/2 dl Agavesíróp
1 dl kókosolía
3 msk kakóduft
1 lúka frosin Jarðaber
1 tsk dropar
Smá súkkulaði salt frá Urtu

Hnetur, sýróp og olía (hafa hana fljótandi) sett fyrst í matvinnsluvél og svo í blender. 
Bæta rest út í. 
Setja blönduna ofan á botninn og frysta. 
Mjög gott að leggja hneturnar í bleyti aðeins áður.
Svo er þetta súper gott með berjum , ís og rjóma 
Grískri jógúrt eða sýrðum Rjóma.