Að velja hreysti og standa við það.
Góðan daginn .
Jæja eins gott að ég fór ekki að versla þessar myrkvunargardínur í gær .
Þá hefði ég kannski bara sofið áfram....zzzz
En það er ekki í boði :)
Rútína fyrir mér er pínu heilög.
"Færibandið verður að ganga smurt"
Ef einn hlekkur byrjar að hökta og nennir ekki að halda áfram.....þá er voðin vís .
Svo halda rútínu þótt sumarfríið sé freystandi tími til að slaka á sem letidýr og rúnta milli allskonar ísbúða og smakka á gersemdum innan dyra :)
Sofa út og ætla græja þetta allt á morgun
Ég er þannig að morgun yrði með haustinu....sem mundi sennilega lengjast til jóla og kílt yrði á átak eftir jól.
Þessi vitleysa er búin .
Og ég tek ekki sénsinn á að gefa mér auka afslátt.
Heldur halda áfram .
Njóta þess að borða hollt.
Hreinan góðan mat.
Hreyfa sig :)
Þeir sem ekki nenna hreyfa sig innan dyra á sumrin þá er nú lítið mál að hreyfa sig utan dyra
Ganga hlaupa og hægt að gera allar æfingar utandyra .
Ég nota mikið Elliðardalinn og Kóparvogsdalinn.
Þetta eru staðir sem minna á Paradís.
Hægt að taka létta göngutúra eða æfingu sem skilur mann eftir sveitta í poll.
Að breyta um lífsstíl fyrir mér er út lífið .
Hinn gamli þreytti lífsstíl er farin.
En ég þarf að passa upp á þann nýja ofvirka annsi vel :)
Ekki má misbjóða.
Hvorki með mat né hreyfingu.
Það koma dagar þar sem hugsunin fer úr böndunum ...
"Afhverju er ég ekki orðin mjó"
Þá verð ég að snúa niður púkana í höfðinu og spyrja mig nokkra spurninga
Það getur tekið á.
Því ruglið þarna uppi stundum er yfirgengilegt.
Við erum svo prógrömmuð á pörfect á það prógramm....
"Fara í megrun ...kviss bamm búmm MJÓ/R
En hugsum sjaldnar um heila málið "Hreysti"
Að vera hraustur :)
Líkaminn sé sterkur og geti þolað álagið sem á hann er lagt.
Ég æfi í dag með það markmið í huga að verða hraust og sterk.
Að missa 50 kíló og byggja sig upp er hörkuvinna!
Þetta er ekki eina mínútu auðvelt.
En ég sé ekki eftir einni mínúti af þessari erfiðis vinnu.
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Þessi vinna tekur langan tíma....en tíminn líður hvort eð er.
Svo bara byrja gott fólk :)
Njótið dagsins og vonandi er stutt í næsta sólardag .