Hver hreppir Gulleplið 2016?
Í tengslum við Heilsueflandi framhaldsskóla býðst nú framhaldsskólum landsins að sækja um GULLEPLIÐ, hina árlegu viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf og árangur í heilsueflingu. Fyrsta árið fékkFlensborgarskólinn í Hafnarfirði þennan verðlaunagrip, annað árið vann Verzlunarskóli Íslands, þriðja árið vann Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og í fyrra hreppti svo Fjölbrautaskóli Suðurlands Gulleplið.
Nú kallar Embætti landlæknis eftir rökum fyrir því að ykkar skóli eigi skilið að fá þessa viðurkenningu fyrir skólaárið sem er að líða undir lok. Mikilvægt er að taka fram með hvaða hætti heilsueflandi aðgerðir, viðburðir og stefnur hafa haft jákvæð áhrif á skólann og umhverfi hans.
Tilgreinið einnig stuttlega með hvaða hætti verkefnið er sýnilegt innan skólans og hvernig það hefur verið kynnt fyrir starfsfólki, nemendum og foreldrum/forráðamönnum.
Í ár verður annars sérstök helsta áhersla lögð á framfarir og hvað ykkar skóli hefur gert til að betrumbæta skólann m.t.t. heilsueflingar.
Umsóknir eiga aðeins að vera ein síða (A4), en þar mega vera bæði orð og myndir. Sendið svo skjalið sem viðhengi á eftirfarandi netfang: hef@landlaeknir.is.
Skilafrestur rennur út í lok dags mið. 31. ágúst, en afhending viðurkenningarinnar verður við hátíðlega athöfn á ráðstefnu sem haldin verður á næsta skólaári.
Héðinn Svarfdal Björnsson
verkefnisstjóri Heilsueflandi framhaldsskóla