Hvítlaukurinn – nokkrar skemmtilegar staðreyndir
Hvort er hvítlaukur kryddjurt eða grænmeti?
Þessi bragðmikla planta er skyld lauk og er þar af leiðandi tengd grænmeti.
Hvítlaukur kemur frá Lilju fjölskyldunni og þó hann sé ávallt til staðar í öllum eldhúsum þá er hvítlaukurinn einnig afar góður fyrir líkamann. Í fyrri og seinni heimstyrjöldinni þá var hann notaður á sár sem í var ígerð.
Eldaður eða hrár?
Ef þú eldar hann þá á ekki að nota hærri hita en 60 gráður.
Ef þú eldar hvítlauk á hærri hita þá ertu að drepa öll þau góðu innihaldsefni hvítlaukurinn býr yfir. Má nefna að hann eflir ónæmiskerfið, hann vinnur gegn bólgum og heldur blóðþrýstingi stöðugum, ásamt fleiru. Bættu hvítlauk í matseldina, en bara rétt áður en þú tekur pott eða pönnu af hitanum.
Nuddaðu hvítlauk í andlitið eða er það vitleysa?
Reyndar þá getur hvítlaukur drepið bakteríur sem orsaka bólur. En þú verður að fara varlega, að nudda hvítlauk á andlitið getur látið húðina finnast hún vera að brenna og að auki, þá lyktar hvítlaukur ekki vel.
Fótsveppir – hvað getur hvítlaukurinn gert í því?
Jú, hann er magnaður þegar kemur að því að drepa fótsveppi. Það má því taka heitt vatn og setja hvítlauk í vatnið og taka fótabað ef þú þjáist af fótsvepp.
Hvar á að geyma hvítlaukinn?
Ef hann er geymdur í ísskáp þá mun rakinn gera það að verkum að hann fer að spíra miklu fyrr en ella. Ávallt skal geyma hvítlauk og lauk á sitthvorum staðnum og ekki með öðru grænmeti því lyktin smitast á milli.
Ef hvítlaukur fer að spíra á þá að henda honum?
Þessir sem fara að spíra geta oft verið betri en þeir sem ekki spíra. Í einni rannsókn þá voru niðurstöðurnar þær að hvítlaukur sem fær að spíra í 5 daga er betri fyrir hjartaheilsu en venjulegur geiri. Einnig eru andoxunarefnin í hvítlauk afar góð til að passa upp á heilbrigðar frumur í líkamanum.
Hvað eru margir geirar í einum hvítlauk?
Þeir geta verið frá fjórum og upp í tuttugu. Auðvelt er að ná hvítlauksgeira úr hvíta pappírslega efninu sem umlykur hann með því að pressa á laukinn með flötu hliðinni af hníf og geirinn ætti að renna úr hýðinu.
Hvað skal borða til að losna við hvítlaukslykt í munni?
Þökk sé ákveðnum efnum í eplum þá er mjög gott að borða eins og eitt epli til að losna við leiðindar hvítlaukslykt úr munni. En, það þarf að borða eplið með máltíð eða strax á eftir máltíð sem inniheldur hvítlauk. Lykt af hvítlauk getur varið dögum saman og lyktin fer einnig í blóðið og lungun þegar líkaminn meltir hann.
Kíktu HÉR og taktu prófið – hvað veist þú um hvítlauk?