Fara í efni

Kannski ætti maður ekki að drekka vatn fyrir háttatíma, en af hverju?

Kannski ætti maður ekki að drekka vatn fyrir háttatíma, en af hverju?

Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því að litur þvags hefur tilhneigingu til að vera dekkri á morgnana en seinna á daginn? Þó að þessi gulbrúni litur sé almennt merki um vöntun á vökva, þá er kannski ekki besti kosturinn að leiðrétta með því að drekka vatn nálægt háttartíma eða geyma vatn á náttborðinu þínu til þess að drekka fyrir svefn eða á nóttunni.


Hvað er svona slæmt við að drekka vatn fyrir svefn?
Þó að drekka vatn seint á kvöldin sé í sjálfu sér ekki óhollt, það getur þó truflað svefngæði og vellíðan við að þurfa að vakna um miðja nótt til að nota baðherbergið.

Skortur á gæðasvefn getur haft áhrif á ónæmiskerfið, samkvæmt ónæmisfræðingnum Heather Moday.
Á meðan líkami okkar hvílir geta ónæmiskerfisfrumur líka einbeitt sér að því að styrkja ónæmissvörun sína.

Lélegur svefn getur einnig haft áhrif á þarmaheilsu, sem gegnir hlutverki í ónæmisstarfsemi og auðvitað meltingu.

Það skiptir mestu máli hversu mikinn djúpsvefn og mikinn REM svefn þú færð. Með öðrum orðum, jafnvel þótt þú sért að fá átta tíma svefn getur það truflað svefnhringinn að vakna um miðja nótt til að fara á klósettið, þannig að þú finnur fyrir þreytu daginn eftir.

Hvenær ættir þú að hætta að drekka vatn á kvöldin?
Það fer eftir aldri einstaklings, heilsufari og líkamsstarfsemi ásamt kynferðislegri starfsemi, besti tíminn til að hætta að drekka vatn er breytilegur. Almennt séð mælir þvagfæralæknirinn Vannita Simma-Chiang, þó með því að taka síðasta sopa dagsins þremur til fjórum klukkustundum fyrir svefn. Þó að það sé mikilvægt að drekka vatn, þá getur vatnsdrykkja of nálægt háttatíma vakið þig til að fara á klósettið um miðja nótt. 

Heimild : mindbodygreen.com