Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda
Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá eigum við oft í erfiðleikum með að skilja þá.
Þessar elskur virðast oft vera voða harðir en þegar betur er að gáð eru þeir flestir mjúkir inn við beinið.
Stefnumótasérfræðingurinn Amber Madison ferðaðist um Bandaríkin fyrir skemmstu og fékk 1000 karlmenn til að taka þátt í könnun sem gekk út á það að svara spurningum um kynlíf, ást og stefnumót.
Og hér eru niðurstöður hennar:
Menn ljúga ef þeir þurfa – fyrir kynlíf
44% þeirra karlmanna sem tóku þátt viðurkenndu að fara á nokkur stefnumót með konu, senda henni sms og gera sér upp hrifningu af henni bara til að geta sofið hjá henni.
Flestir menn vilja vera í sambandi
Og ekki nóg með það, mikill meirihluti þeirra vilja gifta sig einn daginn. En 99% mannanna sögðu að þeir vildu vera í sambandi ef þeir hittu réttu konuna.
Menn hrífast ekki bara af útlitinu
Menn hrífast af fallegum persónuleika en ekki bara útlitinu samkvæmt þessari könnun. Það kom skýrt fram að þeim finnst húmor, góðmennska og umhyggjusemi vera mikilvægari þættir í fari kvenna en útlitið.
Menn fíla þegar konur girnast þá
50% mannanna eða helmingur þeirra sem tóku þátt sögðu . . . LESA MEIRA