Kjúklinga naggar og franskar.
Kvöldmaturinn.
Langaði í skyndibita
Svo reddaði því.
Kjúklinga Naggar með stæl..."crispy style"
Sætkartöflu franskar
Sinnepssósa
Verður ekki meiri "Skyndibita" fílingur en þetta
Kjúklinga naggar.
4 Bringur ( velja vel )
4 Eggjahvítur ( á alltaf til brúsa með eggjahvítum)
2dl. möndlumjöl
2dl. spelti
150gr. Fitness morgunkorn
2msk. olia
Krydd eftir þínu höfði
Ég notaði salt-pipar-cayennepipar-kjúlla krydd frá Pottagöldrum.
Aðferð.
Skera bringurnar í bita.
Setja Fitness kornið í matvinnsluvél og vinna vel setja oliuna með.
Setja á djúpan disk.
Á annan djúpan disk blanda saman möndlumjöli, spelti og kryddinu.
Á þriðja djúpa diskinn eggjahvítan hrærð upp.
Síðan setja kjúklingabitana fyrst í mjölblönduna síðan í eggjahvítuna og að lokum í fitness blönduna.
Bitana á að leggja í ofnskúffu með bökunarpappír undir.
Þá steikja í 250 gráðum heitum ofni ( fer eftir ofni samt) í svona 10 min og snúa svo bitunum og steikja í aðrar 10 min.
Þetta er alveg dúndur nammi :)
Sæt kartöflu franskar.
Einföld uppskrift það er hægt að googla mun flóknari uppskrift.
Skera sæta kartöflu í franska bita og leggja í ofnskúffu með bökunarpappír undir.
Salta og má setja olíu ef vill.
Sinneps sósa.
sýrður rjómi
sætt sinnep
Hunang
sítrónusafi