Fara í efni

Konur og ketó

Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið, Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði.
Konur og ketó

Ég verð bara að segja þér nokkuð,

Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði. 

Hvað er ketó mataræði til að byrja með...

Ketó mataræðið hefur hlotið mikla umfjöllun undanfarið. Mataræðið er hátt í fitu og próteini en er einstaklega lágt í kolvetnum og þar á meðal ávöxtum. Föstur, eða að borða innan ákveðins tímaramma er gjarnan tekið með ketó mataræðinu. Hugmyndafræði ketó er að með þessu mataræði samhliða föstum getum við komið líkamanum í svokallað ketósis ástand þar sem hann brennir meira en áður.

Hvernig er ketó mataræðið öðruvísi fyrir konur og karla?

Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ekki að mæla á móti ketó mataræðinu fyrir allar konur.

En ein ástæða þess að erfiðara getur verið að ná árangri á ketó mataræðinu fyrir konur en karla er tengd flókinni hormónastarfsemi kvenna. Á meðan karlar fara í gegnum sama hormónaferlið daglega sveiflast hormón kvenna til og frá m.a. vegna tíðahrings kvenna og kynhormónsins estrógen.

Ketó mataræðið getur haft áhrif á hormón kvenna

Estrógen hormónið er í hámarki þegar konur fá egglos (en fellur niður á breytingaskeiðinu). Þegar við aukum fituna í mataræðinu um 5% eða meira (eins og gert er í ketó kúrnum) þá getur estrógen magnið í líkamanum aukist um 12% og það sama á við um andrógen hormónið hjá konum eftir tíðahvörf (sjá hér). Við þessa aukningu á estrógeni getur skapast ójafnvægi í líkamanum sem hefur neikvæð áhrif á ýmsa þætti s.s. hjarta- og æðakerfið, brennslu, skapbreytingar, svefn og taugakerfi. Kolvetnasnautt mataræði getur einnig haft neikvæð áhrif þegar egglos á sér stað og estrógen þ.a.l. í hámarki.

Skjaldkirtillinn er líka sérstaklega viðkvæmur fyrir skorti á næringu og föstum og sýna rannsóknir að föstur, eins og í ketó mataræðinu, geta valdið lækkun á skjaldkirtilshormónum (T3) (sjá hér og hér) og aukningu á kortisól, streituhormóninu (vegna þess að líkaminn upplifir föstur sem ógn).

Ef við búum nú þegar yfir mikilli streitu getur kortisól hindrað fitubrennslu í ketó mataræðinu þar sem orkunni er umbreytt í glúkósa fremur en að nýtast í fitubrennslu.

Í stuttu máli

Konur sem eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið (eða eru á breytingaskeiðinu), glíma við hormónaójafnvægi (þ.á.m. latan skjaldkirtil) eða eru undir mikilli streitu ættu því að fara varlega í ketó mataræðið og æskilegt væri að vinna úr hormónaójafnvæginu áður en farið er á mataræði eins og ketó. ,,Mikilvægt er að hlusta á líkamann á meðan á ketó kúrnum stendur og passa að vera ekki of stífur” segir Leanne, höfundur bókarinnar The Keto diet.

Ketó er kúr sem mun alls ekki hæfa öllum (eins og allir sérhæfðir kúrar) og mikilvægt er að hafa í huga að hlusta alltaf á líkama sinn. Við sjáum árangur í langvarandi lausnum og mataræði sem við endumst í. Öll erum við einstök og mikilvægt er að finna hvað hentar okkur, njóta matarins sem við borðum og passa uppá heilbrigða hugsun gagnvart mataræði og vera ekki of ströng við okkur.

Mitt persónulega álit er að ég myndi aldrei velja mér beikon fram yfir banana, ég elska ávexti einfaldlega of mikið og er ekki tilbúin að fara aftur í strangt mataræði eða telja kaloríur.

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem er á ketó mataræðinu eða er að spá í því.

Nýlega opnaði ég fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið mitt sem gefur raunhæfa lausn og mataræði sem stuðlar að meiri orku, bættri brennslu og vellíðan. Mataræðið er hreint og bragðgott. Vegna vinsælda höfum við opnað fyrir fyrirlesturinn ,,3 skref að frískari og orkumeiri líkama” en þar er hægt að fá uppskriftir og einföld ráð til að auka orkuna sem og nánari upplýsingar um námskeiðið.

Heilsa og hamingja

jmsignature