Kynlíf aldraðra er feimnismál
„Í hugum margra er kynlíf aldraðra tabú. Ég fékk afar mismunandi viðbrögð þegar ég sagði frá því hvað ég væri að fást við í lokaverkefninu mínu. Sumir sögðu að þetta væri frábært, aðrir urðu undrandi og aðrir sýndu neikvæð svipbrigði,“ segir Asmir Þór Þórsson, sem er að útskrifast með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, í febrúar.
Asmir segir að hann hafi alltaf ætlað sér að skrifa um eitthvað sem enginn væri búinn að skrifa um og enginn hafi fjallað um kynlíf aldraðra í lokaverkefni sínu, því hafi hann ákveðið að skrifa um það. „í þriggja ára námi mínu við Háskólann var nánast aldrei rætt um kynlíf aldraðra,“ segir Asmir.
Fáar rannsóknir á kynlífi aldraðra
Asmir leitaðist við að svara spurningunni: Hver eru viðhorf og viðmót í umhverfinu gagnvart kynhegðun aldraðra. Í leit sinni að svari komst hann að því að mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á kynhegðun aldraðra. Í nálgun sinni á verkefninu notaði Asmir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvenær fólk teljist orðið aldrað en það er við 60 ára aldur. „Margir telja að fólk stundi kynlíf á ákveðnu æviskeiði. Það er á meðan það er ungt og fallegt og konur enn á barneignaaldri. Sjaldan beri orðin kynlíf og aldraðir á góma samtímis og ólíklegt þykir að fólki detti í hug að einstaklingar á þessu aldursskeiði stundi yfir höfuð kynlíf. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að, aldraðir stundi kynlíf og það í mun meira mæli en áætlað var,“ segir Asmir.
Aldraðir kynlausir...lesa meira