Að nota fæðuna sem lækningu.
Hádegið .
Afgangar á 5 min og ekkert stúss.
Ég gæti lifað á þessum mat :)
Lax fyrir mér er himnasæla.
Mér bæði líður svo vel af Lax og hann gerir mér líka gott.
Þegar að ég fæ þurra húð eða mér finnst vanta upp á olíur í líkamanum…tek ég smá Laxa og feita fiska æði
Avacadóið hjálpar líka helling.
Það er vítamínsprengja þar á meðal , vítamín E, B, C og K.
Mjög fituríkt og margir í “megrun” skíthræddir við Avacado
En góð fita gerir engum neitt illt.
Mangóið er líka spreng fullt af gleði og vítamínum
Ofnbakaða grænmetið er algjör bomba og snild að eiga til í dalli í ísskápnum.
Hægt að skella smá á disk sem millimál líka
Svona matur er bæði hollur góður og fallegur.
Gerir gott og drífur kraftin fram.
Ég verð að hugsa vel um olíur og Omega 3 því þeir sem eru með MS þurfa passa extra vel upp á taugakerfið.
Ég lít á fæðu í dag sem eitthvað til að lækna….ekki til að veikja.
Hugsum um fæðuna og njótum lífsins :)