Leggðu áherslu á vöðvahópa sem sjást ekki í speglinum
Markmiðið hjá mörgum sem stunda reglulega líkamsrækt er að líta betur út, eðlilega. Því er oft lögð meiri áhersla á þá vöðvahópa sem við sjáum í speglinum. Axlir, brjóstvöðvar, kviðvöðvar og handleggir svo eitthvað sé nefnt.
Markmiðið hjá mörgum sem stunda reglulega líkamsrækt er að líta betur út, eðlilega.
Því er oft lögð meiri áhersla á þá vöðvahópa sem við sjáum í speglinum.
Axlir, brjóstvöðvar, kviðvöðvar og handleggir svo eitthvað sé nefnt.
Það er nákvæmlega ekkert að því að þjálfa þessa vöðvahópa en ég mæli samt með að lögð sé meiri áhersla á aftari hluta líkamans og þá vöðvahópa sem þar eru, hvort sem verið er að þjálfa fyrir bætt útlit eða frammistöðu í íþróttum.
Aftari hreyfikeðjan (e. posterior chain) samanstendur af kálfum, hamstring, rassvöðvum, vöðvum í mjóbaki og efra baki. Það eru margar ansi góðar ástæður afhverju við ættum að leggja meiri áherlsu á aftari hreyfikeðjuna. Hér eru nokkrar:
- Þú minnkar líkur á meiðslum, þá sérstaklega í baki og hnjám.
- Aukinn styrkur minnkar líkur á langvarandi stoðkerfisvandamálum.
- Þú eykur styrk til muna þar sem vöðvahópar að aftan eru stærstu og sterkustu vöðvar líkamans . . . LESA MEIRA
Af vef FaglegFjarthjalfun.