Litlar bökur með sveppum og spínat – tilvalið í hádeginu
Þær eru tilvaldar í hádeginu og einnig sem morgunmatur.
Prufaðu að skella í litlar bökur, skemmtileg tilbreyting í mataræðið.
Uppskrift er fyrir 12 litlar bökur.
Hráefni:
225 gr af niðurskornum sveppum
450 gr af baby spínat
3 msk af smjöri
1 msk af ólífuolíu
1 msk af timían
2 tsk af salti
4 stór egg
¾ bolli af góðu sinnepi
½ bolli af parmesan osti
¾ bolli af rjóma
Hráefni í sinneps og graslauks vinaigrette:
1 hvítlaukur – merja geirana
1 msk af fínt skornum graslauk
1 msk af hvítvíns ediki
1/8 tsk af salti
1/3 bolli af extra virgin ólífuolíu
Leiðbeiningar:
Undirbúningur: taktu múffu form og spreyjaðu með „non stick spreyji“ eða berðu í það smjör. Settu til hliðar.
Forhitið ofninn í 200 gráður.
Takið stóra pönnu (skillet), hitið smjörið og olíu þar til smjör er gyllt.
Bætið sveppum á pönnu og látið malla þar til þeir eru mjúkir.
Hrærið spínat saman við og látið það verða mjúkt og eldað, saltið svo og setjið til hliðar og látið kólna aðeins.
Takið stóra skál og þeytið saman restinni af hráefnum þar til allt er vel blandað saman.
Setjið nú sveppi og spínat saman við blönduna en gerið það varlega.
Takið nú ausu og setjið blöndu í múffu formið – hvert hólf á að vera um rúmlega hálf fullt.
Bakið í 20-25 mínútur eða þar til bökur gefa aðeins eftir ef þú pressir ofan á þær.
Takið úr ofni og setjið á kæligrind.
Á meðan þetta kólnar aðeins þá skal búa til dressinguna.
Dressing: hrærið saman öllum hráefnum þar til allt er vel komið saman.
Berið bökur fram með þínu uppáhalds salati ásamt sinneps og graslauks vinaigrette.
Njótið vel!