Mikaela Odemyr forseti EFA með erindi þriðjudaginn 1. nóvember í Reykjavík og miðvikudaginn 2. nóvember á Akureyri
Dagana 1. - 2. nóvember nk. verður stödd hér á landi í boði Astma- og ofnæmisfélags Íslands, Mikaela Odemyr sænsk kona sem er í dag forseti EFA (European Federation of Astma and Airways diseases, http://www.efanet.org/) en er að auki reynslumikil móðir ofnæmisbarna og virtur fyrirlesari á því sviði.
Mikaela segir sjálf að hún sé engin læknir en hafi yfir tveggja áratuga reynslu á sviði astma og ofnæmis. Hún hefur verið virk í faglegri fræðslu til fjölskyldna og einstaklinga á sínu heimasvæði sem og víðar í Svíþjóð. Þar talar hún um hvernig hún og fjölskyldan hafi þurfti að lifa með lífshættulegu bráðaofnæmi og astma og vinna með leik- og skólakerfinu á því sviði. Erindi Mikaelu fara fram á ensku.
þriðjudaginn 1. nóvember kl. 16.30 verður Mikaela með síðdegiserindi í Reykjavík í Hringsal Barnaspítala Hringsins.
Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 16:30 – 18:45 verður fyrirlesturinn haldinn í Brekkuskóla á Akureyri.
Gunnar Jónasson, ofnæmisbarnalæknirmun einnig halda erindi um fæðuofnæmi og hefst það að loknu erindi Mikaelu.
Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir 1.000 kr
Fyrir hönd Astma- og ofnæmisfélags Íslands,
Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður AO